9.8.2024 | 10:25
Grefur undan mannréttindum
Árið 1998 var veröldin einföld, allir sem mótmæltu rétti samkynhneigðra til að elska þann sem þeir elskuðu voru fávitar. George Michael bjó til myndband og söng ,,Outside eftir að mjög trúuð móðir hans lést. Hann gat þá loksins verið sá sem hann er, hommi. Myndbandið og textinn fjallar um hvernig samkynhneigðir hafa þurft að fela kynhneigð sína fyrir umheiminum og stunda hana í felum í stað þess að vera í svefnherberginu. Það er líka fjallað um hvernig ríkið og lögreglan eltu fólk uppi vegna kynhneigðar. Þetta skrifar Katrine Brøgger og hún heldur áfram.
Það er þessi barátta sem við höfum samúð með og skiljum í dag, og það er þessi barátta sem trans hugmyndafræðingar hafa lifað eins og sníkjudýr á og hagnast. Það er þessi barátta sem gerir þá lygi að trans hugmyndafræði sé hluti af venjulegri mannréttindabaráttu er étin hrá. Til að skilja betur hvernig trans hugmyndafræðin grefur undan grundvallarmannréttindum samkynhneigðar verður maður að skilja þau.
Það er ekki í lagi að halla sér aftur og afla sér ekki þekkingar um málið. Sérstaklega ekki sem gagnkynhneigður, þar sem eini hluturinn er hvort þú standir undir ,,Gutenmenschen viðmiðinu.
Trans og tæling samkynhneigðra til að vera trans frekar en samkynhneigð er árás á samkynhneigða. Það er óásættanlegt segir hún.
Hér má hlusta á lagið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.