30.7.2024 | 06:58
Nornaveiðar
Í desember 2023 birtist grein á smp.no í Noregi. Höfundur greinarinnar er Aud Farstad sem fylgist með menningarstríðinu sem hefur geisað um víða veröld og var hvatning að skrifum hennar.
Þetta eru tröll með marga hausa, miðlægi þátturinn er eyðilegging kvenréttinda með nýrri kynjahugmyndafræði. Noregur er að mörgu leyti verstur í flokknum með öfgafull lög um breytingu á lagalegu kyni (sama á við um Ísland í dag). Í reynd afnema lögin líffræðina með því að leyfa hverjum og einum að skilgreina eigið kyn eftir því hvernig þeim líður.
Hvað er kona
Ég hef unnið með kvennasögu mestan hluta ævinnar og hef aldrei séð jafn mörg vandamál sem snúa að konum. Þetta snýst í raun um baráttuna fyrir því hvað kona er. Ef maður getur ekki skilgreint ,,konu" missir maður grundvöllinn til að skilgreina réttindi og skyldur. Sú staðreynd að karlar geti skilgreint sig sem konur hefur leitt til þess að konur eru þvingaðar alls staðar í samfélaginu, frá fangelsum til íþrótta, frá áfallamiðstöðvum til bókmenntaverðlauna.
Ég kynntist þessari hugmyndafræði fyrst þegar konur í Vinstri sósíalistaflokknum aflýstu viðburði með breska femínistanum Julie Bindel árið 2017 vegna þess að hún átti að vera ,,transfóbísk." Ég var í uppnámi yfir því að hún var hætt við vegna meintra skoðana sinna á allt öðru efni en því sem hún átti að tala um. Síðan þá hef ég fylgst með þessu stríði gegn konum með vaxandi kvíða, gremju og sorg. Sem betur fer kann ég ensku því þeir sem fá aðeins upplýsingar á norsku, eru í vandræðum. Hér á landi má lesa allt frá fjölmiðlum til ríkis og stofnana að það sé hægt að skipta um kyn, að kynin geti verið mörg, að maður geti fæðst í ,,röngum" líkama, að það sé ,,án aðgreiningar" að telja karla sem konur (sama gildir með Íslendinga).
Það kostar
Anne Kalvig Ho skrifaði bók um kynjahugmyndafræðina. Hún þurfti að gefa bókina út sjálf. En það kostar sitt. Aud Farstad telur bókina vel skrifaða.
Fyrr á þessu ári sagði Kalvig upp starfi sínu sem prófessor við Háskólann í Stavanger eftir langvarandi einelti. Hún er ein af þessum nútímanornum sem trúir því að það sé ómögulegt að skipta um kyn, að konur hafi réttilega haldið að þær séu ákveðið kyn og að karlar geti aldrei orðið konur sama hvað þeir skilgreina sig sem. Það eru konur eins og hún um allan heim. Þær hafa verið ofsóttir, áreittir og margir hafa misst vinnuna (Á Íslandi fór grunnskólakennari fram á atvinnumissi annars vegna sömu skoðunar og Kalvig hefur).
Höfundur: J. K. Rowling
Frægust þessara norna er rithöfundurinn J.K. Rowling, sem er hatursefni trans aktívista um allan heim, þrátt fyrir að hún hafi aldrei sagt neitt svokallað ,,transfóbískt" á ævinni.
Kathleen Stock, prófessor í heimspeki við háskólann í Sussex, þurfti að lokum að segja af sér eftir mótmæli, veggspjöld um allan háskólann og deilur. Þegar hún átti að halda fyrirlestur í Oxford-háskóla var hún umkringd lífvörðum. Hún skrifaði bókina ,,Material girls. Hvers vegna raunveruleikinn skiptir máli fyrir femínisma.
Önnur kona, blaðakonan Helen Joyce, sem hefur skrifað bókina ,,Trans. Þegar hugmyndafræði mætir raunveruleikanum", hún verður að hafa lögreglufylgd. Engin þessara bóka hefur verið þýdd á norsku. Það er heldur ekki bókin ,,Óafturkræfar skemmdir. Trans æðið tælir dætur okkar", skrifað af bandaríska blaðamanninum Abigail Shrier. Hún er enn ein nornin sem hefur upplifað afbókanir og að menn vilji ekki auglýsa bókina hennar.
Sharron Davis gaf út bókina ,,Unfair Play. Baráttan um kvennaíþróttir. Bókin er full af dæmum og lýsir gremju kvenna, þær sakna kvennaíþróttanna því karlar sem skilgreina sig sem konur fá að taka þátt í þeim. Þrír karlar unnu í 800 m hlaupi kvenna á OL 2016. Þjálfari Melissu Bishop, sem lenti í fjórða sæti, sagði frá hótunum sem hann fékk frá kanadísku ólympíunefndinni ef hann vogaði sér að tjá sig um óréttlætið í þessu.
Minnir á nornaréttarhöldin
Venjulegar konur fara ekki varhluta af nornaveiðunum. Kvenaðgerðasinninn Kellie-Jay Keen þarf að borga fyrir lífverði þegar hún er á almannafæri. Hún skipuleggur opna fundi á torgum í borginni þar sem konur geta stigið fram og talað. Það er dásamlegt að sjá konur sem hafa kannski aldrei talað opinberlega áður, standa upp og oft með skjálfandi rödd tala um lífið og hvað snertir þær. Þetta gera þær þrátt fyrir mótmæli hundruð mómælenda, karla í kjólum, fólk með grímur, hrópandi slagorð, áreitir fundagersti og með mótmælaspjöld sem hóta konum afhöfðun. Á Nýja-Sjálandi var Kellie-Jay Keen næstum drepin af nokkur hundruð manna múg. Aðrir slösuðust alvarlega. Þessi ógnvekjandi sjón af morðóðum múg geta allir orðið vitni að á Youtube.
Fleiri en ég hugsaði um opinberu nornaréttarhöldin sem við héldum að við hefðum sagt skilið við fyrir nokkur hundruð árum hér á Vesturlöndum.
Lesbískar konur verða sérstaklega illa úti. Margir karlmenn sem segjast vera konur halda því jafnvel fram að þeir séu lesbíur. Þessir menn hafa eyðilagt samkomustaði fyrir lesbíur um allan heim. Á sumum stöðum í Ástralíu er lesbíum bannað að halda samkomur nema karlmenn fái aðgang. Tonje Gjevjon frá Noregi hefur tekið þátt í réttindabaráttu lesbía um árabil og hefur orðið fyrir svo miklu áreiti og afbókunum að hún getur ekki starfað lengur sem listamaður.
Allt sem þessar nornir halda fram er að það sé ekki mögulegt fyrir karlmenn að skipta um kyn. Það er líffræðileg staðreynd. Að auki snýst jörðin um sólina segir hún að lokum.
Hér má lesa greinina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.