21.7.2024 | 09:37
Hugrakkur ráðherra
Það þarf hugrekki heilbrigðisráðherra til að standa undir líflátshótunum frá móðursjúkum aðgerðarsinnum en hann hefur rétt fyrir sér, bann við kynþroskablokkurum fyrir börn ber að banna varanlega skrifar Maya Forstater formaður kvenréttindasamtakanna Sex Matters
Á síðustu dögum breska þingsins kynnti þáverandi heilbrigðisráðherra, Victoria Atkins, neyðarlög sem bönnuðu notkun kynþroskablokka fyrir unglinga sem telja sig vera trans eða ,,fæddir í röngum líkama.
Ákvörðun hennar vakti tryllt viðbrögð trans aðgerðasinna. Bráðabirgðalögin áttu að renna út þann 3. september. Aðgerðasinnar lifðu í þeirri von að eftirmaður hennar, Wes Streeting, myndi ekki gera neitt. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu því Streeting hyggst setja varanlegt bann á kynþroskablokkara fyrir börn og unglinga. Ráðherrann setur öryggi barna í öndvegi og bendir á Cass skýrsluna sem er óháð úttekt á málaflokknum. Heilbrigðisráðuneytið mun fylgja þeim ráðleggingum sem eru í skýrslunni. Þar stendur að ekki sé fullnægjandi sannanir fyrir að kynþroskablokkara sé örugg lyfjanotkun fyrir börn yngri en 18 ára.
Aðgerðasinnar halda fram að dauðsföllum barna sem líður illa í eigin skinni hafi fjölgað og eru á biðlista heilbrigðisstofnana. Einn mótmælandinn segir heilbrigðisyfirvöld hylma þær vísbendingar. Viðkomandi hefur engar heimildir fyrir orðum sínum. Hér má lesa óháða úttekt á málinu sem sannar að aðgerðasinnar fara með rangt mál.
Að saka stjórnendur NHS um að reyna að hylma yfir sjálfsvíg er svívirðilegt. Að gera það á grundvelli ótilgreindra ,,frekari sönnunargagna" er algjörlega ábyrgðarlaust. Trans-aðgerðasinninn spyr ráðherra hvort hann ætli að segja af sér vegna heimskulegrar tilraunar til að hundsa faglega ráðgjöf en friða þá ríku og fjölmiðla. Hann ávarpaði einnig ,,allar trans fjölskyldur" og hvatti þær: "Nú þegar Wes Streeting hefur gert afstöðu sína skýra held ég að það sé kominn tími, ef þið hafið þetta val, að yfirgefa Bretland."
Ofbeldi og hótanir
Lesa má hótanir frá trans-aðgerðasinnum. Einn segir ráðherrann eigi ekki að vera öruggann á almannafæri. Lagt er til ofbeldi og líflátshótanir í hans garð. Oft er um eina setningu að ræða ,,opinber aftaka ,,morð á Wes Streeting. ,,Wes Streeting á ekki skilið stundarfrið svo lengi sem hann lifir.
Eitt áberandi tíst kom frá Susie Green, fyrrverandi framkvæmdastjóra Mermaids, transgender samtakanna sem nú eru til rannsóknar hjá opinberum aðilum. Hún sakaði Streeting um að innleiða ,,morðbann" og endaði tíst sitt með orðunum: ,,Blóð. Á. Hendur. Hans."
Þrátt fyrir að trans-aðgerðasinnar haldi fram að blokkararnir sé pása, tími til að hugsa, með því að gera hlé á kynþroskanum þá er raunveruleikinn sá að flest börnin enda á krosshormóna lyfjum, testósteróni fyrir stúlkur og estrógeni fyrir stráka. Þetta getur haft skelfileg langtímaáhrif á heilsu barnanna, þar á meðal ófrjósemi.
Testósterón er öflugt hormón. Það getur breytt ytri merkjum stúlku verulega og skiptir þá engu hvort viðkomandi hafi fengið kynþroskablokkandi lyf áður. Bæði lyfin auka líkur á varanlegri ófrjósemi.
Með öðrum orðum, fyrir stúlkur hafa blokkarar engin áhrif á geðheilsu þeirra en auka hættuna á líkamlegum heilsufarsvandamálum síðar á ævinni. Auðvitað er rétt hjá ríkisstjórninni að banna þau.
Fólkið sem leiddi árásina á Streeting, þar á meðal lögfræðingar, blaðamenn og sjónvarpsmenn, ber siðferðileg skylda til að draga úr gífuryrðunum.
Eins og við höfum séð þýðir vaxandi stigmögnun í orðastríðinu um trans-pólitík að kallað sé eftir ofbeldi og jafnvel líflátshótunum. Það virðist eðlileg þróun í dag.
Maya segist vita hve átakanlegt það er að vera í miðjum stormi á samfélagsmiðlum hjá fólki sem sakar mann um að valda dauða barna. Það þarf hugrekki til að standa gegn grimmd kynjahugmyndafræðinnar.
Þessi ríkisstjórn verður að bregðast við af hugrekki til að horfast í augu við þessa öfgamenn og stofnanir sem eru í greipum heimskulegrar hugmyndafræði og foreldrana sem trúa því að þessi lyf séu besta leiðin fyrir sum börn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.