Fjórar fylkingar, ásamt Hamas, stóðu að hryðjuverkunum 7. október segir Human Right Watch.

Fimm hreyfingar Palestínumanna gerðu óvæntar árásir á Ísrael að sögn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Samtökin sameinuðust um árásina þann 7. október. Human Right Watch birti skýrslu um árásina.

Auk herskáru hreyfingarinnar Hamas tóku vopnaðar sveitir frá Islamic Jihad, Lýðræðisfylkingunni fyrir frelsun Palestínu, Alþýðufylkingunni fyrir frelsun Palestínu og al-Aqsa píslarvottasveitunum þátt í hryðjuverkunum. Sú síðastnefnda var talin vera hernaðarvængur stjórnmálaflokksins Fatah en Yasser Arafat leiddi flokkinn til ársins 2004. Fatah var - og er enn - við völd í palestínsku heimastjórninni á Vesturbakkanum.

Árið 2007 voru píslarvottasveitir al-Aqsa ásamt öðrum herskáum hreyfingum á Vesturbakkanum formlega leystar upp af palestínskum yfirvöldum. Þrátt fyrir það héldu samtökin áfram starfsemi sinni, hafa enn tengsl við Fatah og eru talin pólitískt tengd flokknum.

Samtökin sem tóku þátt í árásinni á Ísrael eru öll aðilar að sameiginlegum aðgerðavettvangi á Gaza, samkvæmt Human Rights Watch. Á þessum vettvangi vinna þeir saman að þjálfun, skipulagningu og framkvæmd vopnaðra aðgerða gegn Ísrael.

Þekkjast á myndum

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa fyrst og fremst bent á hreyfingarnar fimm og meðlimi þeirra út frá ljósmynda- og myndbandsefni. Efnið kemur úr eftirlitsmyndavélum og myndavélum sem vígamennirnir  báru sjálfir. Hluti gerendanna báru ennisbönd í sérstökum litum, sem gáfu til kynna hvaða fylkingu þeir tilheyrðu.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch komast að þeirri niðurstöðu að hreyfingarnar fimm hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum í árásunum 7. október - óháð kyni og aldri óbreyttra borgara.

Hamas hefur áður haldið því fram að hreyfingin hafi reynt að hlífa konum, börnum og öldruðum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafna þessu. Öll fimm Palestínsku samtökin frömdu stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í árásinni, segir í skýrslunni.

Þeir skutu skotum á óbreytta borgara sem reyndu að flýja. Þeir köstuðu handsprengjum og skutu skotum inn í sprengjuskýli í ísraelskum borgum og kibbutzim (ákveðin tegund byggðar í Ísrael).

Þeir kveiktu í heimilum almennra borgara, brenndu og kyrktu íbúana. Þeir skutu þá sem sluppu úr eldinum eða tóku til fanga. Að auki frömdu vígamennirnir kynferðisbrot að sögn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch.

Við gerð skýrslunnar tók Human Rights Watch viðtöl við 144 manns sem urðu vitni að árásinni, aðstandendur fórnarlambanna, björgunarmenn og heilbrigðisstarfsfólk. Að auki greindu samtökin yfir 280 myndir og myndbönd sem voru tekin upp meðan á árásinni stóð og síðan birt á samfélagsmiðlum eða deilt beint með Human Rights Watch.

Í árásinni 7. október létust um 1200 manns, þar af 260 ungmenni sem voru drepin á tónlistarhátíð. Að auki voru 250 manns teknir í gíslingu.

Heimild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband