Þá fylgist Magnús Þór ekki nógu vel með

Dönskukennarar í framhaldsskólum hafa sagt þetta lengi. Einkunnarverðbólga. Börn sem koma úr grunnskólanum fá of háar einkunnir í dönsku í grunnskóla. Það eru nokkur ár síðan bloggari, sem dönskukennari, heyrði það á sameiginlegri ráðstefnu dönskukennara í grunn- og framhaldsskóla. Þetta veldur börnunum meiri vanda en kennurum, þarf að færa börnin niður á næsta þrep og stundum upprifjunaráganga þau kunna of lítið.

Nú síðast í vor fór þessi umræða aftur fram meðal dönskukennarana. Nemendur koma í allof mörgum tilfellum með einkunnina B þar sem næg kunnátta er ekki á bak við þá einkunn.

Bloggara kæmi ekki á óvart að svipað væri í öðrum greinum. Þess vegna á að taka upp landspróf í öllum skólum til að fá aðgöngumiða inn í framhaldsskólana þannig að kennarar þar vissu nákvæmlega hver þekking grunnskólabarna sem koma inn í skóla sé.

Í stað þess að taka ábyrga umræðu um málið þá sakar Magnús Þór málshafandi um aðdróttanir. Ekki það, kemur ekki á óvart þegar Magnús Þór er annars vegar. Hef sem félagsmaður ekki séð Magnús Þór axla ábyrgð eins og formaður kennarasamtaka ætti að gera ef hann á yfirleitt að skipta sér af svona málum. En frá mínum bæjardyrum séð hefur Magnús Þór yfirtekið alla umræðu, aðrir formenn virðast hafa misst málið.

Kennarasamtökin eiga að ræða um málaflokkinn. Viti Magnús Þór ekki af óánægju kennara með námsmatið og einkunnargjöf í bókstöfum þá fylgist hann einfaldlega ekki nógu vel með. Hann hefur formann Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sér við hlið. Ef Magnús sem virkar frekar eins og skólastjóri vill ekki í málið er það hlutverk Mjallar formanns grunnskólakennara að taka málið upp. Helst í því skyni að fella núverandi námsmatsform úr gildi.

 


mbl.is Magnús um viðtalið: „Alvarleg aðdróttun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband