Fri á að fara út úr skólakerfinu (systursamtök trans Samtakana 78)

Fleiri og fleiri eru á þeirri skoðun að Fri (systursamtök Samtaka 78) eigi að hverfa með námsefni sitt úr skólum í Noregi sem fjallar um kynjamál. Hinir sömu vilja sjálfstæða sérfræðinga til að sjá um fræðsluna.

Ósjálfbærar starfsvenjur

Rosa Kompetanse er fræðsludeild FRI sem notuðu er í nokkrum skólum víðs vegar um landið. En Rosa Kompetanse er frekar eins og róttæk pólitísk aðgerðasinna og hagsmunasamtök. Helst fyrirmynd þeirra undanfarna áratugi er læknir sem missti starfleyfi sitt, Esben Esther Pirelli Benestad, sjá hér.  

Faglegt?

Í Noregi hafa bæði norska lýðheilsustofnunin, Rannsóknarnefnd heilbrigðismála (UKOM) og allir yfirlæknar í fjórum heilbrigðisumdæmum okkar talað í aðalatriðum gegn FRI. Sama hefur National Treatment Service for Gender Incongruence á Ríkisspítalanum.

Viðbrögð aðgerðasinna og fréttaskýrenda FRI er að þeir eru ekki sammála fagfólkinu. FRI hefur hafnað skýrslum og faglegum yfirlýsingum. Segja engan þeirra hafa faglegan grundvöll!

FRI segir að fræðslan byggist á að ,,kennari vinni með kennara.“ (Trans-Samtökin 78 eru með sömu stefnu, þjálfa fólk í að vera hinsegin þjálfari). Eru þessir kennarar menntaðir sálfræðingar eða læknar?

Sjúklingasamtök um kynbundið ósamræmi (PKI) hafa mótmælt sérfræðingum á sviðinu og saka þá um að nota börnin. Að hafa áhyggjur af börnum og nota þau í málflutningi sínum. Kalla það and trans hreyfingu. Þeir hafa ráðið sér lögfræðing til að fara í málið.

Eru faglegir stjórnendur okkar hluti af and-trans hreyfingunni?

Anne Wæhre, yfirráðgjafi hjá Ríkisspítalanum gefur okkur vísbendingu um hvar vandamálið liggur. Þegar sagt er við hana að FRI telji að það séu ,,faglegar sannanir fyrir því að hormónameðferð sé örugg", svarar hún: ,,Þá hafa þeir ekki skilið hvað það er að rýna í fræðirit og gögn og hvernig á að gefa rannsóknargreinum einkunn."

Alþjóðavettvangurinn

Á alþjóðavettvangi líta hlutirnir ekki mikið betur út. Í mörgum nágrannalöndum okkar hafa ítarlegar faglegar úttektir fagyfirvalda á heilbrigðismálum komist að þeirri niðurstöðu – á faglegum grunni – að takmarka eða leggja eigi niður þau meðferðarform sem FRI hefur þrjóskast við að nota um nokkurra ára skeið verði að takmarka eða leggja niður.

Fyrir nokkru kom út faglegasta úttekt á meðferð ungs fólks með kynósamræmi, nefnilega Cass-skýrslan í Bretlandi. Hún var í stórum dráttum skipuð fagfólki úr ólíkum áttum.

Ég hef lesið og skrifað um skýrsluna, segir Espen Goffeng, og það eru fáir snerti punktar milli þessa faglega risa og hugmynda FRI um meðferð. Eina sem þessir aðilar eru sammála um er að ungt fólk sem glímir við ónot í eigin líkama eigi að fá góða meðferð í heilbrigðiskerfinu. Þar með skilja leiðir.

Það sem eftir stendur, alþjóðleg tilvísun, eru bandarísku samtökin WPATH. Í Cass skýrslunni getur þú lesið ítarlega umfjöllun um rannsóknirnar sem þessi stofnun byggir á. Og það er,  til að segja það mildilega , ekki sérstaklega fræðilega áhrifamikið ef þú veist eitthvað um hvernig fræðilegar rannsóknir eru mældar.

Af hverju skólarnir?

Hvers vegna hafa norskir stjórnmálamenn gefið FRI tækifæri til að vera einu samtökin sem fara um landið og hafa áhrif á norska kennara, starfsfólk leikskóla og nemendur? (Hér má spyrja þess sama varðandi trans Samtökin 78).

Vegna þess að slík ákvörðun er pólitísk, ekki fagleg. Reyndar er það eina skýringin sem ég get nú fundið.

Allar skýrslur benda til margföldunar á unglingum sem glíma við ónot í eigin skinni. Hér er um félagsleg áhrif að ræða. Helst til of mikil. Áhrifin koma frá jafnöldrum, meðferðaraðilum og fullorðnum. En fyrst og fremst í gegnum samfélagsmiðla.

Cass skýrslan bendir á að ,,félagsleg umskipti", þ.e. breyting á félagslegu kyni en ekki læknisfræðilegu, geti einnig leitt til læknismeðferðar, jafnvel þótt það sé rangt.

Hvers vegna er börnum niður í leikskólaaldur sagt að þau geti verið fædd í röngum líkama?

Hvaða áhrif hefur það á kennara og grunnskólanemendur þegar ,,fagfólk" kemur og ræðir við það um málefni sem mikill ágreiningur er um meðal leikna og lærðra? Og hvað með þær fjölmörgu faglegu skýrslur sem telja að ungt fólk fái greiningu sem hentar því ekki?

Og hvað gerir það þessum nemendum að raunverulegt fagfólk tali ekki við það?

Þetta ójafnvægi ætti nú að vera nokkuð augljóst. Og við þessu verða stjórnmálamenn að bregðast, ef þeir bera einhverja virðingu fyrir faglegum vinnubrögðum.

Þó það geti verið erfitt þá þarf að gera eitthvað í málinu. Hér má lesa greinina.

,,Anyone who thinks it's okay to chemically castrate children, should never be allowed anywhere near a child.” Lena Clevenger


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband