Heilar kynjanna eru ólíkir

Vísindaniðurstöður á heilum kvenna og karla breytast stöðugt. Þeir eru ólíkir. Þegar ég (Kåre Fog) skrifaði textann um ,,Staðreyndir og goðsagnir um konur og karla“ árið 2022 mátti sjá skörun á milli heila kvenna og karla. En skörunin var lítil. Um 94% heilanna sem voru skannaðir var hægt að flokka rétt eftir kyni út frá mismunandi stefnu taugaþráðanna.

Í dag aðeins tveimur árum síðar hefur þróun átt sér stað. Skannaðir voru 1500 heilar ungmenna og ungs fólks og nýtt reiknirit fengið til að greina niðurstöðurnar sem gefa til kynna að ekki sé lengur skörun á milli kynjanna. Í 100% tilfella var hægt að flokka sneiðmyndirnar rétt eftir kyni. Engin skörun.

Enn fremur kom í ljós að taugabrautirnar mjög greindar karlmanna eru ekki sérstaklega mikilvægar fyrir konur. Aftur á móti hafa taugaleiðirnar mjög greindra kvenna hefur enga sérstaka þýðingu fyrir karla, segir Kåre Fog líffræðingur um rannsóknina.

Fram kemur í greininni að annað hvort er ekki betra en hitt, bara öðruvísi. Heilar kvenna og karla eru ólíkir segir höfundur greinarinnar. Hann bendir líka á að rannsakendur hafi ítrekað komist að því að konur þjást frekar af þunglyndi og kvíða en karlar sem hins vegar glíma oftar við einhverfu, athyglisbrest og geðklofa.

Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Stanford háskóla. Höfundur greinarinnar sagði niðurstöðurnar koma sér á óvart, en hann hefur skrifað um efnið í rúm 20 ár. Hann vonast eftir framhaldsrannsókn og þá sé kynlaust fólk (hvernig sem það er hægt) og þeir sem glíma við kynvanlíðan rannsakað. Hér má lesa greinina og í henni eru krækjur að ýmsum fróðleik.

Ekki deilir bloggari við dómarann, en allir menn sem fæðast hér á jörð eru annað hvort, karlmaður eða kvenmaður. Heilinn hlýtur alltaf að taka mið af því. Ef bloggari mætir í rannsókn og segist kynlaus, skyldu aðrar niðurstöður fást úr heilarannsókninni en ef ég segist vera kona? Efast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög flott grein og niðurstöður þessara rannsóknar ættu að vekja mun meiri athygli.  Ég mæli með því að þú hafir samband við Arnþrúði á Útvarpi Sögu og spjallir við hana um að birta þetta blogg á Sögu eða hvort meira yrði unnið með þetta efni og svo birt, en það væri að sjálfsögðu alvegundir ykkur komið.  EN þetta ÞARF að koma víðar fram.......

Jóhann Elíasson, 29.6.2024 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband