30.5.2024 | 09:07
Kennarar í Noregi mega vera stoltir annað en hér á landi
Í Noregi hafa kennarar stigið fram til að mótmæla þeirri trú trans hreyfinga að kyn sé breytanlegt og mörg. Tormod Evensen hefur látið í sér heyra m.a. skrifað nokkrar greinar, haldið fyrirlestra og farið í viðtöl.
Í Noregi hafa skólar tekið þátt í hinsegin hátíð og flaggað trans fánanum. Margir kennarar mótmæla þátttöku skólabarna í slíkri hátíð og benda á að ekki þurfi hinsegin hátíð til að elska og virða fjölbreytileikann. Tormod segir eins og satt er, kynin eru tvö. Hann hefur haldið fyrirlestra fyrir foreldrafélagið sem setur sig upp á móti trans kennslu með námsefni FRI (systursamtök trans Samtaka 78) að leiðarljósi. Skóli í Drammen gekk svo langt að neita honum um húsnæði þó FRI hafi fengið sal hjá þeim fyrir fyrirlestur. Meðvirknin alger, sjá hér.
Erna Solberg og Thomas Larsen Sola, stjórnendur í leik- og skólamálum í sveitarfélaginu Drammen, reyna að leggja lok á tjáningarfrelsi kennara með yfirlýsingum sínum. Með því að halda fram, að skólastjórnendur eigi að ákveða hvort kennarar taki þátt í flöggun trans fánans og að skólinn sé ekki hlaðin gildum hinsegin hreyfingarinnar eru kennarar beittir siðferðilegum þrýstingi af vinnuveitendum. Sérstaklega þeir sem vilja ekki taka þátt í hinsegin gleðinni. Með fullyrðingum vinnuveitenda er litið svo á að kennarar sem hafna þátttöku brjóti í bága við grunngildi námskrárinnar. Hér á landi var svipað reynt, rifjum það upp hér, hér, hér og hér.
Kennarar standa með sínum manni
Við erum mörg sem stöndum saman í þessu máli (líka nafnlaust). Við styðjum hugrakkan kennara sem þorir að segja skoðun sína á fána og hátíð sem inniheldur miklu meira en fögur orð stjórnmálamanna segja kennararnir.
Tormod Evensen hefur víðtækan stuðning við skoðun sína meðal almennings. Við ætlumst til þess að foreldrar og kennarar séu teknir alvarlega segja kennarar. Sjá hér. Nú herja transaðgerðasinnar á hann og öðrum kennurum misbýður.
Í blaðagrein þar sem fjallað er um málið segir, það er ekki að ástæðulausu að við sem kennarar eigum að vanda áherslurnar um pólitísk málefni eins og fjölbreytileika kyns og kynhneigðar. Hugtökin er ekki einu sinni að finna í námskránni. Lesið má greinina hér.
Kennarinn fær stuðning samstarfsfólks sem segja:
Við erum margir kennararnir sem stöndum með Tormod Evensen en hann hefur fundið fyrir hve krefjandi það er að fara gegn hinsegin málefnum í skólanum.
Að leggja lok á umræðu um hinsegin málefnin og göngu takmarkar rétt kennara til að tjá sig um efni sem fjallar um miklu meira en frelsi, ást og fjölbreytileika. Heft tjáningarfrelsi þýðir að samviska og persónuleg sannfæring kennara er ekki tekin alvarlega, en það ber skólanum að gera, taka þá alvarlega. Það verður að vera svigrúm til að getað tjáð sig á gagnrýninn hátt um hinsegin málefni án þess að mönnum séu gerðar upp skoðanir.
Kennararnir lögðu nöfn sín með skrifunum.
Miriam Hetland Jørgensen, lærer,
Eden Abraham Paalgard, lærer,
Jarle Mong, lektor,
Ole Christian Vedvik, lærer,
Laila ÇaliÅkan Fitjar, lektor,
Malene Foss, lektor,
Anders Aamodt, lærer,
Mariann Frøysa, lærer,
Marit Eide, lærer,
Lesa má öll nöfnin undir greininni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.