Arnar þór bendir á að forseti skipi ráðherra

Áhugavert spjall við forsetaframbjóðandann Arnar Þór Jónsson. Í spjallinu benti hann á skyldu forseta að skipa ráðherra. Margir hafa undrað sig á gjörningi Bjarna Ben. og Svandísar Svavarsdóttur, skipta bara um stól til að þagga niður í almúganum. Arnar benti á að í svona tilfelli gæti forsetinn samkvæmt lögum hafnað að skipa viðkomandi í ráðherraembætti. Sem sagt forseti getur sett stoppað fyrir svona spillingu eins og þjóðin hefur horft upp á með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar. Hér má hlusta á spjallið frá 32.40.

Nú er að sjá hvort þeir sömu og gagnrýndu stólaskiptin eru tilbúnir í breytingar á Bessastöðum. Eru menn tilbúnir að kjósa forseta sem þorir að láta kné fylgja kviði. Arnar Þór er eini frambjóðandinn sem ég myndi treysta til að segja, stopp, hingað og ekki lengra gagnvart svona spillingu inni á þingi. Þarf þjóðin ekki þennan varnagla eða vill þjóðin meðvirkan forseta sem er eins og hvert annað skraut.

Menn þurfa hugarfarsbreytingu gagnvart forsetaembættinu. Arnar Þór benti á að hver tími kallar á nýjar áherslu. Hverju orði sannara hjá frambjóðandanum. Nú hefur þjóðin möguleika á að taka þátt í breytingum, velja þann sem getur veitt spilltum þingmönnum viðnám. Grípið tækifærið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er þingræði samkvæmt stjórnarskrá. Þing velur stjórn. Og neiti forseti staðfestingu þá er lítið mál fyrir þingið að v8kja honum frá og láta staðgengil staðfesta. 

Vagn (IP-tala skráð) 29.5.2024 kl. 09:20

2 identicon

Vonandi bera tilburðir Arnars til að endurheimta völd konungs, en forsetaembættið er hið sama og valdalaus embætti konunga á hinum norðurlöndunum, ekki árangur. Skylda forseta til að skipa þá í ráðherraembætti sem þingið velur er ekki valkvæð. 

Vagn (IP-tala skráð) 29.5.2024 kl. 09:37

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vagn, hjólin virðast vera eitthvað laus undir þér, ÞAÐ STENDUR SKÝRUM STÖFUM Í 15. GREIN STJÓRNARSKRÁRINNAR AÐ FORSETI ÁKVEÐI FJÖLDA RÁÐHERRA OG SKIPTI MEÐ ÞEIM STÖRFUM.  Þó svo að hér sé svokallað þingræði þá er það forsetinn sem ræður þessum hlutum og ástæða þess að ekki hefur verið farið eftir þessu hingað til er að að formenn flokkanna hafa TEKIÐ sér þessi völd ÁN ÞESS AÐ ATHUGASEMDIR HAFI VERIÐ GERÐAR.  SEGIR ÞETTA EKKI SITTHVAÐ UM STJÓRNARFARIÐ HÉR Á LANDI????????

Jóhann Elíasson, 29.5.2024 kl. 10:18

4 identicon

Forseti hefur hlutverk en ekkert vald. Þing velur í stjórn samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar og samkvæmt þrettándu grein fara svo ráðherrar með vald forseta. Gangi það ekki eftir getur þing vikið forseta frá. Val forseta stendur bara um einn valkost, það sem alþingi hefur þegar ákveðið.

Valdalausum konungi var skipt út fyrir forseta og völd sem konungur hafði verið sviptur vilja flestir ekki færa táknmyndinni aftur. Og alþingi mun ekki láta stjórnast af einhverri konungsfígúru á Bessastöðum.

Vagn (IP-tala skráð) 29.5.2024 kl. 11:01

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er mesti misskilningur Vagn, en þetta er einmitt sá skilningur ´embætti forseta sem "VALDAELÍTAN" hér á landi VILL að landsmenn hafi.  EF ÞÚ LEST STJÓRNARSKRÁNA, SÉRÐ ÞÚ AÐ VÖLD FORSETA ERU NOKKUÐ MIKIL hvað sem líður þínum hugarórum........

Jóhann Elíasson, 29.5.2024 kl. 11:09

6 identicon

Ráðherrar fara með vald forseta en ekki forseti.

Vagn (IP-tala skráð) 29.5.2024 kl. 11:29

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

ÞAÐ STENDUR Í STJÓRNARSKRÁNNI AÐ FORSETI "LÁTI" RÁÐHERRA FRAMKVÆMA VALD SITT.  Nú veit ég hvað er átt við þegar sagt er að menn geti ekki lesið sér til gagns.....

Jóhann Elíasson, 29.5.2024 kl. 11:51

8 identicon

Ekki að hann hafi eitthvað val.

Vagn (IP-tala skráð) 29.5.2024 kl. 11:56

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta þýðir líka að forseti bæði RÆÐUR og REKUR ráðherra en sennilega skilur þú það ekki því þú virðist ekki geta lesið þér til gagns...

Jóhann Elíasson, 29.5.2024 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband