Stjórn Danska knattspyrnusambandsins úti á þekju

Lotte Ingerslev sem berst fyrir réttindum kvenna og stúlkna póstaði á síðuna sína transkoen.dk samskiptum sínum og annarra við upplýsingafulltrú DBU (Dansk bold union) á Twitter. DBU svarar til KSÍ.

DBU hefur breytt reglunum sínum til að þóknast trans fólki sem finnur þörf hjá sér að keppa með þvi kyni sem það telur sig tilheyra. Alltaf karlmaður í kvennaliði. Á Twitter þræði svaraði upplýsingafulltrúi DBU, Jeppe Rønnebæk Kongsbak. Seint og um síðir viðurkennir hann að stjórnin hafi tekið ákvarðanir fyrir félögin um málefni trans fólks í kjölfar ákvörðunar vinnuhóps sem í sat trans einstaklingur.

DBU sendi merkilegan spurningalista til foreldra drengja sem stunda fótbolta, um upplifun af kyni. Það kemur fram í blogginu að engir spurningarlistar hafi verið sendir til stúlkna. Foreldri stúlku spyr af hverju. Það spyr líka hvort stúlkurnar hafi ekkert um það að segja að drengir spili í kvennaboltanum. Nei stjórn DBU finnst það ekki, í það minnsta getur fulltrúinn ekki svarað af viti þegar hann er spurður. Stelpurnar eiga bara að láta þetta yfir sig ganga.

DBU hefur líka gefið út að þegar leitað er á fólki sem kemur á fótboltaleiki má óska eftir hvort kynið leiti á manni. Nema karlmenn, þeir mega ekki velja. En trans-kona, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, hefur valið. Fyrir sæmilega þekjandi einstakling hljómar þetta undarlega. Í alla staði. Upplýsingafulltrúinn hefur engin svör við þessu þegar einn Twitter notandi spyr hann.

Rúsínan í pylsuendanum er skýrsla sem DBU lét gera um trans einstaklinga í fótboltanum og vitnað er til. Þá virðist upplýsingafulltrúinn ekki alveg með á hreinu hvað stendur í skýrslunni. Eitt það óhuggulegasta sem þar stendur og er samþykkt af stjórn DBU er:

Athugið varðandi búningsklefa

Fólk er beðið að vera umburðarlynt gagnvart trans fólki, og þeim sem skilgreina sig öðruvísi, og búa ekki til þröskulda svo hægt sé að innlima þau án átaka í búningsklefana.

Allir eru beðnir um að leita lausna svo trans fólk og þeir sem skilgreina sig annað en mann eða konu upplifi sig velkomin. Mætti t.d. setja upp hengi sem viðkomandi gæti klætt sig úr og í.

Takið eftir, hvergi minnst á að konur og stúlkur hafi réttindi. Hvað með vellíðan stúlknanna, skiptir það máli. Eiga þær að sætta sig við að karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, eða strákur, með líffærin undir sér noti kvennaklefa? Eða verður kvenkynið ekki spurt frekar en endranær þegar karlmenn vilja ná sínu fram? Einstaklingur af gagnstæðu kyni fari bara á bak við hengi. Þetta er knattspyrnusamband Danmerkur!

Lotte Ingerslev spyr réttmætra spurninga og finnst vanta svör við frá DBU.

,,Hvernig ,,trans kona" (þ.e. karlmaður) ætti að hreyfa sig á bak við hengi án þess að glæpur á sér stað (gæjur eða perraskapur - jafnvel gegn mjög ungum stúlkum) er erfitt að ímynda sér.

Hvernig á að forðast að henginu sé lyft (óvart eða viljandi), hefur enginn hefur tekið afstöðu til þess

Þú getur því fengið á tilfinninguna að DBU telji að það eigi ekki lengur að banna eigi gæjur og perraskap í Danmörku."

DBU skipaði Nadiu Jacobsen, trans einstakling, í vinnuhópinn sem kom með mótandi reglur um þátttöku trans og ,,kynlausu“ fólki í fótbolta.  Stjórn DBU styður tillögurnar einróma og hefur hrint þeim í framkvæmd.

Nadia Jacobsen, trans einstaklingurinn, sem situr í umræddum vinnuhópi höfðaði mál á hendur Lotte fyrir afstöðu hennar um ákvörðun stjórnarinnar og þeirri skoðun að gengið sé á rétt kvenna. Nadia notar sama stefið og við þekkjum hér heima, Lotte er trans fóbísk og allt er hatursorðræða sem hún segir.

Grunnskólakennarinn Ólafur Haukur Tómasson féll í sömu gryfju vegna greinar sem hann er ekki sammála. Hann segir: ,,…Neikvæð áhrif Samtakana 78 á börn og kemur fram í honum fóbískur áróður í garð trans barna“ Þessi grunnskólakennari bætti um betur og Samtökin 78. Allir þessir aðilar svara ekki málefnalega frekar en umrædd Nadia hjá DBU, en slá fram endurtekningunni um fordóma, hatursorðræðu og að lokum kæru. Virkar vel á almúgann. Ávallt án rökstuðnings.

Ég leyfi mér að grípa í orð Arnars Þórs sem eiga vel við þríeykið sem ég nefndi hér ofar þegar hann segir, feitletrun bloggara ,,…hitt allt of marga sem segjast ekki treysta sér til að tjá skoðun sína opinberlega, af ótta við ofsafengin viðbrögð þeirra sem telja sig hafa ,,réttari skoðanir". Þegar fólk er farið að ritskoða sjálft sig með þessum hætti erum við komin á háskalega braut sem beinist í átt frá lýðfrelsi og lýðræði.“

Þeir sem lesa dönsku geta lesið blogg Lotte hér. Bendi líka á gervigreindina, þýðir sæmilega þannig að maður nær inntaki bloggsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband