Kristnum börnum úthýst úr Smáraskóla í Kópavogi

Móðir sem hefur barist fyrir að kristin gildi barna hennar séu virt í Smáraskóla hefur ekkert orðið ágengt. Hún hefur þurft lögfræðing til að ræða við skólastjórnendur og fræðsluyfirvöld í Kópavogi. Menn gefa lítið fyrir málflutning hennar. Reyndar finnst þeim þetta vesen í henni og börnunum.

Sumt af hinsegin fræðunum ganga gegn kristnum gildum og það fer fyrir brjóstið á móðurinni að hugmyndafræðinni sé flaggað með þeim hætti sem gert er í Smáraskóla. Börnum hennar eru kennd fræði sem henni hugnast ekki og börnunum ekki heldur. Eins og alþjóð veit má ekki kenna kristinfræði í mörgum skólum og nemendur fá ekki að heimsækja kirkju.

Skólastjórnendur Smáraskóla hafa gengið svo langt að kæra móður til Barnaverndar þar sem hún tók börnin úr skólanum þangað til allur áróður yrði fjarlægður sem minnir á hinsegin fræðin. Skólinn gat ekki orðið við þeirri beiðni. Kennarar barnanna kenndu meira segja fornöfn hinsegin hugmyndafræðanna og létu hanga upp á vegg í skólastofunni. Þetta vildi móðirin niður enda fer það gegn lífsgildum viðkomandi.

Skólinn á að vera hlutlaust og öruggt svæði fyrir börn. Smáraskóli brást börnunum. Almenningur hlýtur að gera þá kröfu á leik- og grunnskóla að þeir virði hlutleysi en þvingi ekki umdeildri hugmyndafræði upp á börn. Foreldrum er frjálst að leggjast gegn hugmyndafræðslu fámenns hóps. Skólar eiga að virða það og fara eftir óskum foreldra.

Smáraskóli og fræðsluyfirvöld í Kópavogi hafa brugðist börnum og foreldrum þeirra. Barnaverndarnefnd í Kópavogi sömuleiðis. Auðvitað á barnaverndarnefnd að taka af skarið og minna skólastjórnendur á hlutleysi grunnskólans. Fagleg stjórnun skólans fær falleinkunn, vægt til orða tekið.

Börnin voru sett í annan skóla að beiðni barnanna sem gáfust upp í Smáraskóla. Fjölskyldan gafst upp á baráttunni við skólakerfið. Skólayfirvöld bentu henni á Suðurhlíðarskóla í Reykjavík. Sem sagt til að virða kristin gildi fjölskyldunnar áttu þau að fara í skóla í öðru bæjarfélag svo Smáraskóli gæti haldið áróðri sínum um hinsegin hugmyndafræðina áfram.

Smáraskóli úthýsti kristnum börnum og gildum þeirra fyrir trans hugmyndafræðina. Nemendur og foreldrar hafa ekki farið fram á að tákn kristinnar séu sýnileg öðrum nemendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því slíkra er Guðs ríki. 

Börn komast ekki til kristni á meðann skólakerfið varnar þeim slíkt.

Ef skólastjórar gerðu sér grein fyrir hvað er framundan í skólum landsins, þá vildi ég alveg fá myndir af undrunarsvip þeirra.

Loncexter, 27.5.2024 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband