21.5.2024 | 08:52
Hvernig getur barnvænt sveitarfélag flaggað fána sem segir að börn séu ekki nóg eins og þau eru?
Flöggun trans-fána við skóla og stofnanir er áhyggjuefni. Sérstaklega þegar barnvæn samfélag taka upp á slíku. Með flöggun fánans, sem er bæði í pólitískum og hugmyndafræðilegum tilgangi, er sagt við börn, þú ert ekki nógu góður eins og þú ert. Trans-fáninn endurspeglar nefnilega þá hugmyndafræði að barn sé fætt í röngum líkama og þar með ekki nógu gott. Trans-fáninn flaggar líka að þú ert öðruvísi, því þú skerð þig úr hópnum. Undir trans fánanum ríkir hugmyndafræðin að hægt sé að skipta um kyn, en auðvita það er ekki hægt. Trans-fáninn aðgreinir börn, jafnvel í skóla þar sem engin aðgreining á að vera.
Bloggari telur flöggun trans-fánans í andstöðu við markmið barnasáttmálans, öll börn hafa sama rétt. Öll börn eru börn og ekki á að mismuna þeim á nokkurn hátt eða gera lítið úr þeim. Samt eru margir skólar sem gera það með flöggun trans-fánans. Fáninn hefur nefnilega ekkert með fjölbreytileika og sameiningartákn að gera. Menn halda því fram, en nei. Þetta er fáni hugmyndarfræða sem er mjög umdeild og gerir börn öðruvísi. Vilji menn flagga sameiningartákni barna þá er það bæjar-eða íslenski fáninn sem á að blakta.
Síðan eru það kirkjur landsins og nýkjörinn biskup.
Athugasemdir
Ah! Fáni barnageldaranna á ekkert heima neinsstaðar á jörðinni. Segi ég.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.5.2024 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.