Þegar sérfræðingar eru á valdi hugmyndafræði

Blaðamðurinn Bent Winther skrifaði grein í Berlinske þar sem hann gagnrýnir skýrslu faghóps Menntamálaráðuneytisins um kyn í skólum. Hann segist skilja núverandi menntamálaráðherra þegar hann segist ekki geta notað skýrsluna. Þetta segir Kåre Fog á snjáldursíðu sinni.

Fyrrverandi menntamálaráðherra Dana skipaði hópinn og eftir því sem næst verður komist var það markmið hennar að fá hugmyndafræðina um kyn meira inn í grunnskólann. Til allrar hamingju er búið að skipta um ráðherra þannig að sá sem fer með menntamálin í dag er skynsamari og betur tengdur raunveruleikanum, vísindum og staðreyndum.

Kåre heldur áfram.

Bent skrifar, eftir að hafa kafað ofan í skýrsluna sem Claus Holm frá DPU fór fyrir, ,,þá finnur maður ástæðu þess af hverju Matthias Tesfayes gremst. Og maður skilur að það er miklu meira undir í baráttunni um danska grunnskóla. Ymsir sérfræðingar sátu í nefndinni m.a. kennarar og skólastjórar,

Það er kórrétt hjá Bent þegar hann skrifar ,,Hvernig getur nefnd skipuð af ríkisstjórn lent svona  illa í því og starfað í lofthjúp fjarri raunveruleikanum.“

Hér komum við að stærra vandamáli, nefnilega að hugvísindi og kennslufræðilegar greinar almennt eru gegnsýrðar af skynjun á kyni sem félagslegri byggingu og algerri höfnun á mikilvægi líffræðinnar. Það eru ekki bara 20 manns í  ,,sérfræðingahópnum" – það er ríkjandi hugarfar í þessum hluta háskólanna.

Mér er mótmælt þegar ég ræði þetta við menn af menntavísindasviði og auglýsi eftir staðreyndum fyrir staðhæfingum þeirra. Mér er sagt að í þeirra fagi noti maður ekki vísindi! Ég hef reynt að fá viðbrögð við bókinni minni ,,Humaniora - videnskab eller varm luft?". Hingað til hefur það verið ómögulegt. Þeir fylgja meðvitað þeirri stefnu að hafna líffræðilegu kyni. Þeirra stefna er að útiloka allt sem stríðir gegn þeirra grunvallartrú.

Bent skrifar:

,,Maður undrast að ekki einn í nefndinni, á síðustu 12 fundum, hafi rétt upp hönd og sagt: Þetta er ekki í lagi. Ég vil ekki blandast inn í þessa sjálfsmyndar pólitík.“

Einn meðlimur gerði athugasemd, prófessor Ida Gran Andersen. Hún gerði rannsókn á hvernig drengir ná betri árangi í skóla og það sýndi sig þegar þeir höfðu karlkennara sem notar hefðbundnar karlaaðferðir stóðu þeir sig betur. Sama með stúlkur, þær sýndu betri árangur með kvenkennara sem sýndu hinar hefðbundnu kvennaaðferðir. Ida er sennilega sú í hópnum sem hafði bestu faglegu þekkinguna á málefninu sem var til umfjöllunar. Eftir nokkrar mánuði hætti hún í nefndinni og ástæðan ekki gefin upp. Eftir voru 20 manns sem unnu óáreittir án aðkomu Idu Gran Andersen og hennar faglegu þekkingu.

Færsluna má finna á Kønsdebat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þetta blogg er góð áminningin um hvernig sérfræðingaveldi er orðið að sérfræðingatrú. Orð þeirra séu heilög og þarfnast ekki umræðu. Eina leið sérfræðingatrúar er leið til glötunar.

Rúnar Már Bragason, 20.5.2024 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband