Grein sem bloggari skrifaði í Morgunblaðið olli fjarðarfoki, vægt til orða tekið. Lesið hér. Margir tóku til máls á eigin snjáldursíðum, en ekki um efnistök greinarinnar. Efni ekki krufið og greininni svarað.
Ef nemendur fengju verkefnið að greina textann yrði greining á annan veg en hjá Heiðu Björg Guðjónsdóttur grunnskólakennara. Gerir menntasamfélagið ekki þá kröfu að grunnskólakennari geti greint texta, krufið hvað stendur í honum og hvert umfjöllunarefnið er. Bloggari gerir þá kröfu á kennarastéttina. Kannski óréttmæt krafa.
Geta barna til að greina og skilja texta hefur hrakað, til muna. Hvers vegna virðist mörgum hulin ráðgáta. Velti má upp hvort það séu kennararnir sem hafa misst hæfileikann sjálfir. Þegar færslur Heiðu Bjargar grunnskólakennara eru lesnar má greina slíkan veikleika. Reyndar hjá fleiri kennurum sem tjáðu sig. Allt var þetta á tilfinningalegum nótum, ekki greining texta og engin rök.
Heiða Björg Guðjónsdóttir grunnskólakennari finnur að því í færslu á snjáldursíðu að stjórnendur hafi ekki sagt hvað þeim finnst um skoðun bloggara sem skrifaði greinina. Ekki inntakið. Heiða Björg hafði áhyggjur af, að kennari sem væri annarrar skoðunar en hún fengi að halda starfi sínu í barnvænu samfélagi. Sem betur fer er það ekki hlutverk stjórnenda að ráða og reka fólk eftir skoðunum þess, þó þær falli ekki í kramin hjá kennurum eins og Heiðu Björg.
Það er von mín að Heiða Björg Guðjónsdóttir hafi lært meira og betur um tjáningarfrelsið og að fólki leyfist að hafa skoðanir rétt eins og hún. Enginn, svo bloggari viti, hefur sett ofan í við Heiðu Björg um þá skoðun hennar að reka eigi fólk sem eru henni ósammála. Henni leyfist að hafa þá skoðun hversu kjánaleg sem hún hljómar.
Það verður fagnaðarefni þegar Heiða Björg rýnir greinina og gerir henni skil á málefnalegan hátt. Greinin olli henni tilfinningalegu uppnámi.
Eva Hauksdóttir skrifaði góða grein fyrir um ári síðan um málið, lestu hér.
Páll Vilhjálmsson hefur líka skrifað um tjáningarfrelsi kennara, um það má lesa hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.