9.5.2024 | 09:00
Fyrirtæki segja skilið við hinsegin gönguna
Undur og stórmerki hafa gerst. Fyrirtæki í Danaveldi sjá ljósið. Þau hafa nú hvert af öðru hætt stuðningi sínum við gleðigönguna í Kaupmannahöfn. Fyrirtækin eru Mærsk, Novo Nordisk, DFDS (sér um ferjurekstur)og Nykredit. Nú síðast slóst TV 2 í hóp þessara fyrirtækja. Án fyrirtækja verður gleðigangan ekki eins mikil um sig. Hér er um styrktaraðila sem munar um fyrir gleðigönguna. Styrkir í gönguna nema um 8.5 milljónum danskra króna.
Ástæðan fyrir fjarveru þessara fyrirtækja er krafa forsvarsmanna Gleðigöngunnar og systursamtak trans Samtakanna 78 í Danaveldi. Þetta fólk vill að fyrirtækin taki afstöðu með eða á móti Palestínu. Ekkert hlutleysi í boði. Því fór sem fór. Gott að þessi fyrirtæki láti ekki kúga sig á þann hátt sem trans samtökin ætla sér að gera. Trans samfélagið er ekki ósnertanlegt þó þau telji sig vera það, allt í nafni minnihlutahóps.
Fyrirtæki sem láta ekki kúga sig af samtökunum fá fjöður í hatt sinn. Vonandi sjá fleiri fyrirtæki sér leik á borði að yfirgefa þessa samkundu. Valdið sem þessu fólk var fært á silfurfati átti að misnotað með valdþorsta. Eins og Amy Tan segir: ,,Vald er að halda ótta annars í sínum höndum og sýna þeim það.
Hér má lesa um fréttina.
Á auglýsingu um hinsegin göngunnar líkir formaður nefndarinnar hryðjuverkasamtökunum HAMAS við andspyrnuhreyfinguna í Danmörku! Hvílík niðurlæging fyrir Danskt samfélag.
Nú er staðan sú að formaðurinn nefndarinnar sagði af sér. í Danaveldi eins og hér reyna menn að afkynja tungumálið, tala um ,,forperson" í stað ,,formand." Aumkunnarvert.
Er nóg að hann segi af sér, á nefndin ekki að hverfa frá störfum? Lesið um málið hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.