Cass- skýrslan, skyldulesning leik- og grunnskólakennara

Komin er skýrsla um trans málefni sem allir ættu að kynna sér sem vinna með börnum og unglingum. Sérstaklega margir skólastjórar, leik- og grunnskólakennara sem virðast hafa köllun til að transvæða börn. Þeir virðast ekki skilja skaðann sem þeir geta valdið barninu. Enginn skóli á að setja málaflokkinn í öndvegi hvað þá að vera með áróður innan veggja skólanna.

Kennarasamband Íslands ætti að girða sig í brók og senda krækju að skýrslunni til allra kennara í samtökunum og benda á þá hættu sem kennarar setja börnin í, t.d. með fornöfnum trans-hreyfinga og félagslegum umskiptum.

,,Fólk smjattar á og uppnefnir aðra á samfélagsmiðlum eins og verstu hrekkjusvín. Þessu verður að linna." Segir í Cass skýrslunni. Menn hafa ekki farið varhluta af svona viðbrögðum hoppi þeir ekki á trans-vagninn gagnrýnislaust.

,,Rannsóknir sýna að börn eru líklegri til að fara í læknismeðferð hafi þau tekið full félagsleg umskiptum áður en þau koma á stofnun sem sér um málaflokkinn. Ekki er vitað hvað orsök og hvað er afleiðing.“ Mikilvægt er að börnum sé ekki hent á fornafna-vagninn. Að þau séu ekki látin taka upp fornöfn sem trans-hreyfingar hafa búið til og kennt er í mörgum skólum hér á landi.

Við skýrslugerðina lögðu vísindamennirnir mat á 20 innlendar og alþjóðlegar viðmiðunarreglur um meðferð. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að aðeins tillögur Finnlands og Svíþjóðar væru unnar eftir öguðum vinnubrögðum í kjölfar gagna.

Vísbendingar styðja ekki, að það dragi úr kynkvíða að draga úr kynþroska barna. Ekki er hægt að vita hvernig kynþroskahömlun hefur áhrif á andlegan og sálrænan þroska, frjósemi, hæð, vöxt og heilsu. Sú staðhæfing að kynþroska bælandi meðferð dragi úr sjálfsvígum ungs fólks á ekki við rök að styðjast. Það er engin leið að vita hver muni hafa varanlega trans sjálfsmynd, þrátt fyrir inngrip.

Stoppa lyfjagjafir

Í skýrslunni er mælt með því að hætt verði að stöðva kynþroska unglinga með svokölluðum hormónablokkurum sem hluta af rannsókninni. Hormón af hinu kyninu sem breyta útliti ætti að gefa fyrir 18 ára aldur ,,með mikilli varúð."

Rannsaka þarf málflokkinn betur. Upplýsa þarf þá sem vilja snúa við og aðstoða þá.

MARGAR AF ÞEIM RANNSÓKNUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ HINGAÐ TIL reyndust gæðalitlar. Cass segir að niðurstöðurnar hafi verið ýktar og rangfærðar bæði í rannsóknarritum og í opinberri umræðu frá öllum hliðum baráttunnar.

Margir berjast af einlægni fyrir hagsmunum ungs fólks en umræðan er eitruð og fagfólk óttast opna umræðu. Það er ungt fólk sem þjáist vegna þessa, skrifar Cass í formála.

Bæði Stonewall og Mermaids samtökin styðja skýrsluna og benda á að auka þurfi gæðin í rannsóknum og meðferðum.

Félagsleg umskipti árangurslaus

Engar skýrar vísbendingar fundust um að félagsleg umskipti barna skili tilætluðum árangri, þ.e.a.s. breyta klæðaburði, hárgreiðslu, fornöfnum og nafni til að passa inn í staðaímynd hins kynsins. Rannsóknir sýna að geri börn það eiga þau síður afturkvæmt í fæðingarkynið. Þessi börn eru líklegri til að biðja um læknisfræðilega aðstoð. Ástæða og afleiðingar eru ekki þekktar.

Forðast ber fljótfærnislegar ályktanir um leik og klæðaburð barna. Leyfa á barninu að njóta sín eins og það er á ólíkum tímum þroskaskeiðsins. Ef líffræðilegt kyn er hulið fyrir umhverfinu getur óttinn við að afhjúpa það valdið mikilli streitu hjá barninu.

Engar breytingar á líffræðilegu kyni

Gen, heilabygging og hormón hafa verið notuð til að finna orsök transhneigðar fólks. Það hefur ekki fundist.

Cass skrifar að sumir einstaklingar kunni enn að hafa líffræðilegan þátt sem gæti haft tilhneigingu til kynjaátaka sem við skiljum ekki enn. Líffræði hefur hins vegar ekki breyst á tíu árum. Það hljóta að vera aðrar ástæður fyrir stigmögnum fyrirbærisins.

Engin skýring

Menn hafa leitað en ekki fundið skýringu á veldisvexti hjá ungu fólki sem telur sig vera trans. Kynslóðir sem alast upp með símann í hönd og með samfélagsmiðlana opna allan sólarhringinn hefur fengið nýja leið til þess að auka kvíða.

Samkvæmt skýrslunni ætti að skoða kynkvíða í ljósi aukinna geðrænna vandamála og nýrra streituvalda meðal ungs fólks. Kvillinn er tíðari hjá stúlkum en strákum. Bresk rannsókn frá 2018 kannaði tengsl notkunar samfélagsmiðla og þunglyndiseinkenna með því að nota gögn frá tíu þúsund 14 ára unglingum. Í ljós kom að 43% stúlkna notuðu samfélagsmiðla lengur en þrjár klukkustundir á dag, samanborið við 22% drengja.

Stúlkur stóðu frammi fyrir netspjalli og voru líklegri til að þjást af lágu sjálfsáliti, voru oftar óánægðar með útlit sitt og þjáðust af svefnvandamálum. Um 78% stúlkna voru óánægðar með þyngd sína. Vandamálin tengdust annars vegar þunglyndiseinkennum og hins vegar tíma á samfélagsmiðlum.

Aðrir andlegir kvillar vega þungt

Þunglyndis- og kvíðaeinkenni eru algeng meðal ungs fólks sem kemur í meðferð við kynkvíða. Sömuleiðis átraskanir, ofbeldi í æsku, sjálfsskaði og einhverfa, sem getur valdið erfiðum breytingum á kynþroskaskeiðinu.  Hjá sumum börnum hafa aðrir erfiðleikar komið á undan kynkvíða, hjá öðrum öfugt. Það er ekki alltaf ljóst hvernig önnur vandamál hafa áhrif hvert á annað. Csaa segir að einföldun alhæfinga sé gagnslaus.

Börn ættu að fá meðferð, sálfélagslegan stuðning og meðferð við þeim vandamálum sem þeir hafa.

Sumir trans aðgerðasinnar hafa fordæmt nálgunina sem ,,endurreisnarmeðferð" og segja hana ganga út á að breyta trans sjálfsmynd sinni hjá ungu fólki. Cass segir að það að taka tillit til annarra vandamála þýði ekki að ógilda kynkvíða. Í sumum tilfellum reynist læknismeðferð rétti kosturinn.

Hér og hér má lesa umfjöllun um skýrsluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi transbransi. Er ekki bara verið að gelda börn? Það er þau sem fara í svokallaða kynleiðréttingu?

Eyjolfur Eyjolfsson (IP-tala skráð) 7.5.2024 kl. 14:29

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er alveg lýsandi fyrir heimsku fólks að það geti ekki bara a priori séð að það sé rangt að skera kynfærin af börnum, heldur þarf að gefa út skýrzlu til þess að sýna fram á það.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.5.2024 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband