Er þetta það sem koma skal fyrir afkomendur okkar

Íslamskir öfgamenn úr samtökum sem kalla sig ,,Muslim Interactive" efndu til mótmæla í Hamborg.

Íslamskir mótmælendur kröfðust stofnunar íslamsks ríkis, ,,einræði steinaldar", eins og þýska dagblaðið BILD varaði við.

Aftur og aftur meðan á mótmælunum stóð yfir heyrðust söngvar ,,Allahu Akbar". Þátttakendur gerðu lýðnum ljóst að þeir höfnuðu Þýskalandi og kölluðu eftir a‘ binda endi á gildi einræðis og stuðnings við Ísrael, skrifar Welt.

,,Kalífa er lausnin," heitir það. Kalífa þýðir upplausn lýðræðis og stofnun múslimasamfélags sem stjórnast af lögum og reglum Kóransins, Sharia. Yfir 1000 manns tóku þátt í göngunni. En hópurinn ,,Muslim Interactive" er víðar. Þeir eru í sambandi við tugi þúsunda á netinu, skrifar Welt. TalsmaÄ‘ur þeirra er 25 ára kennaranemi. Meðan hann hvetur róttæka unga múslima, lærir hann að verða kennari, skrifar BILD.

Lögreglan gaf grænt ljós

Mótmælin eru með leyfi lögreglunnar. Stjórnvöld í Hamborg gátu komið í veg fyrir mótmælin rétt eins og þau bönnuðu mótmæli nasista. En það gerðu menn ekki. Mótmælendurnir fengu óhindrað að boða hatur sitt á lýðræði í nafni laga Íslam.

Stóri, hófsami flokkurinn, CDU, reyndi með ályktun á fylkisþinginu í Hamborg að stöðva svívirðilega árás á lýðræðið. En pólitískur meirihluti í Hamborg hafði ekki vit á því. Fjendur lýðræðisins fengu leyfi að sýna sig. Á myndinni sem fylgir fréttinni fær maður á tilfinninguna hvers konar fólk er hér á ferð með þá köllun að sýna hatur sitt á lýðræðinu.

Sé með dönskum augum er þetta sérstaklega óþægilegt Það veldur áhyggjum að svona nokkuð gerist sunnan við landamærin við Þýskaland. Fyrir Dani er hatrið í garð lýðræðisins óhugnanleg hugsun, sem maður þekkir frá nasistum, sem fái að þróast rétt hjá okkur.

Það er engin trygging fyrir því að í þetta sinn séu hatursárásir gegn lýðræðinu ekki gerðar í nafni nasismans, heldur í nafni íslamista. Í öllu falli er markmiðið að eyðileggja lýðræðið.

Að þessu sinni eru það ekki einkennisbúningar og herganga. Andlýðræðisofstækismenn nútímans – þar á meðal í Hamborg – gætu jafnvel litið út eins og ,,hversdagslegar" námsmannatýpur í stuttermabolum og gallabuxum.

En innra með þeim er fullt af ljótum hugsunum. Hugsanir um að eyðileggja lýðræðið. Hugsanir um að neita kvenfrelsi með karlrembulegri kúgun. Hugsanir um að skipta lýðræðinu út fyrir viðbjóðslega, uppáþrengjandi og ofbeldisfulla harðstjórn.

Þetta er ekki bara skelfilegt fyrir Dani sem ólust upp við sterka frelsishefð. Það er bein ógn við samfélag okkar og siðmenningu.

Það er engin afsökun fyrir því að bera svona viðhorf á torg. Það er engin afsökun fyrir því að hneppa konur í dulbúna þræla af eiginmönnum sínum. Það er engin afsökun fyrir því að predika svo mikið hatur á lýðræði og fyrirlitningu á kvenfrelsi.

Nær en við höldum

Talsmenn umburðarleysis og íslamskrar tortryggni stíga í auknum mæli fram, einnig í löndum þar sem sterk hefð er fyrir hugsana- og lýðræðisfrelsi – Danmörk sem dæmi.

Rétt sunnan við landamæri okkar er andi myrkra afla yfirvofandi og árásargjarnt umburðarleysi í uppsiglingu. Of margir Danir, Þjóðverjar og aðrir hafa gert lítið úr hatri íslamistana á menningu okkar og gildum. Það hefur gefið þeim byr undir báða vængi.

Komið hefur í ljós að hóparnir verða fjölmennari í samfélaginu okkar og skyldum vestrænum samfélögum sem marsera undir merkjum skertu frelsi, kúgun kvenna, ofbeldis og fána ofstækis. Fáni íslamista.

Það krefst mikillar ákveðni og aðgerða ef við ætlum að eiga nokkra möguleika á að koma í veg fyrir að öfl umburðarleysis, óskýrleika og upphafningar ofbeldis taki völdin frá okkur.

Blindan á öfl harðstjórnar og ofstækis er ógnvekjandi. Brýn þörf er á nýrri frelsisbaráttu – uppgjöri við íslamista segir í blaðinu.

Fréttina má finni í Den korte avis.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband