28.4.2024 | 08:15
Heilbrigðisyfirvöld í Noregi herða tökin
Cass skýrslan hefur vakið menn til umhugsunar. Reyndar ekki Ölmu Möller landlækni en það er önnur saga. Í Noregi segjast yfirvöld heilbrigðismála ætla að herða tökin hvað varðar órannsakaðar meðferðir á börnum. Notkun hormóna og krosshormóna á börn.
-Heilbrigðisyfirvöld eru sammála um að slíkar meðferðir falli undir skilgreininguna ,,tilraunameðferð". Þetta kom fram á fundi norska landlæknisembættisins og svæðisbundinna heilbrigðisyfirvalda á Radisson Blue í Gardermoen í gær.
-Fjögur heilsuumdæmi hafa ákveðið að þetta sé tilraunameðferð. Við styðjum það, segir Bjørn Guldvog forstjóri Embættis landlæknis eftir fundinn.
-Næsta skref er að finna fyrirmynd að þessu. Háskólasjúkrahúsinu í Osló var falið þetta verkefni. Þegar við sjáum hvernig það virkar munum við gera breytingar á stefnu okkar.
Þessu ber að fagna. Norskir snjáldurvinir hafa fjallað um blaðagreinina. Þeir undra sig á að FRI (systursamtök trans Samtakanna 78) skuli enn berja hausnum við steininn og krefjast tilrauna á börnum. Og það þrátt fyrir allar skýrslur og rannsóknir um skaðsemi lyfjanna. Hvern vernda þeir, sjálfa sig? Er hugmyndafræðin mikilvægari en líf og lífsgæði barna? Ljóst að börnin eru ekki í forgangi hjá samtökunum. Ekki það trans Samtökin 78 virðast á sömu línu. Í það minnsta á tjáningarfrelsið ekki að blómstra fái þau að ráða.
Því er spáð að innan fárra ára mun enginn kannast við að hafa talað fyrir tilraunameðferðum á börnum sem líður illa í eigin skinni. Hvað þá að hafa notað þær. Menn munu benda hvor á annan og að lokum munu foreldrar barnanna sitja í súpunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.