23.4.2024 | 07:01
Stolnu fósturvísarnir- tveir forsetaframbjóðendur hafa svikið venjulega Íslendinga vegna frændsemi
Það er átakanlegt að hlusta á sögu hjónanna, Gunnars og Hlédísar, sem segja að fósturvísum þeirra hafi verið stolið og aðrar konur frjóvgaðar með þeim. Gagnaleki kom upp um málið. Nú hafa þau barist í þrjú ár fyrir sannleikanum. Vegna þröskulda sem embætti og embættismenn, m.a. tveir forsetaframbjóðendur, hafa byggt upp eru þau brátt á þrotum komin. Að þeirra sögn stendur það ekki til boða.
Lögregla og ríkissaksóknari gera þeim erfitt fyrir að kæra málið. Í reynd er það ótrúlegt miðað við að bloggari var kærður fyrir ómerkileg orð sem ekkert er og lögreglan notar margar vinnustundir í þá þvælu. En mál Gunnars og Hlédísar fær ekki áheyrn.
Landlæknir Alma Möller er vingjarnleg, ekki söguna meir. Sé brotist inn í sjúkrasskrá einstaklings eins og hjónin geta sannað þá á Alma að kæra það. Ekki taka öðruvísi á málinu. Henni er ekki treystandi ef hún gefur slaka.
Helga, fyrrverandi forstjóri Persónuverndar og nú frambjóðandi til forseta horfði fram hjá sömu brotum og Alma. Faðir Helgu var forstjóri Landsspítala Háskólasjúkrahús og því varðar málið kannski föður hennar. Þá á ekkert að gera í málinu benda hjónin á.
Katrín Jakobsdóttir, líka í framboði til forseta, hefur ekki viljað blanda sér í málið þó hún eigi að gera það. Frændsemi starfsmanns hennar við meinta brotamenn er ástæðan segja hjónin sem eiga fósturvísana.
Samkvæmt frásögnum Gunnars og Hlédísar virðast menn í valdastöðum hrókera einum manni og öðrum til að mæta þeim. Það á ekki að hjálpa þeim.
Nú vona ég að þau brýni járnin og láti hart mæta hörðu. Skera á úr um hvort börnin eru þeirra eða ekki. Væru menn vissir í sinni sök að börnin eru ekki þeirra væri búið að klára málið. Allur feluleikurinn, hræðslan og veggirnir sem hjónin mæta eru í meira lagi grunsamleg.
Hvar eru rannsóknarblaðmennirnir núna? Af hverju eru þeir ekki komnir á fullt að fletta ofan af svona spillingu?
Eru fleiri sem hafa lent í því sama. Undrast ekki að foreldrar spyrji sig að því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.