22.4.2024 | 09:22
Kona þekktu líkama þinn
Í Danaveldi kemur út, árið 2025, endurútgefin bók ,,Kona þekktu líkama þinn. Fram að þessu hefur engin umræða verið vegna útkomu bókarinnar. Nú er komið annað hljóð í strokkinn.
Konur eru lítillækkaðar, smánaðar, auðmýktar og niðurlægðar vegna rangfærslna og kynningu á bókinni um konur og konulíkamann. Talað um konur eins og þær hafi kynfæri karlmanns. Hvílík niðurlæging. Hvílík móðgun við kvenfólk. Hvílík smánun gagnvart konum að halda fram að karlmaður geti verið kona.
Enginn virðist kippa sér upp við móðgun eða niðurlægingu kvennalíkamans. Kona getur ekki verið með typpi, pung eða XY-litninga. Sé því haldið fram er slíkt kæruefni- eða hvað!
Danskir snjáldurvinir hafa ekki legið á skoðun sinni um bókina. Allt réttmætar færslur.
,,Konur þekkja ekki líkama sinn og því neyðist ég til að útskýra fyrir þeim hvað konulíkami er segir snjáldurvinur minn Ulf. Hann kann að orða hlutina og segir.
Konulíkami er skilgreindur sem kvenkynslíkami, sem vil segja, líkami sem framleiðir kynfrumur sem kallast EGG. Að auki eru brjóstin einkenni kvennalíkama sem geta framleitt mjólk til afkomenda.
Árið 2021 skrifuðu kvennasamtök, á snáldursíðuna sína, að kynfæri kvenna gætu haft eistu. Af þeim sökum er nauðsynlegt að nokkrir karlmenn gerist meðlimir í þessum samtökum sem geta kennt eistalausum konum, kynlausu körlum og þeim sem skilgreina sig trans og halda að þeir séu konur, að það finnast ekki eistu á líkama konu alveg sama hve lengi maður leitar.
Þetta er allt í höfðinu á ykkur.
Líffræðinni er sama hvaða tilfinningar þú hefur."
,,Ástæða færslunnar er bók sem var gefin verður út í Danaveldi. Í bókinni er talað um karlmenn sem konur sem er fjarri sannleikanum. Svona breiðist lygin og þvælan út. Líffræðinni verður ekki breytt segir annar."
,,Þegar bók eins og ,,Kona þekktu líkama þinn fer inn í bergmálshelli -í nafni jafnréttis- er um margt að tala eins og gerðist á FB í gær segir Birgitte Baadegard.
Þess vegna völdu menn að loka kommentakerfinu. Mörg ummælanna voru m.a. trans-fóbísk auk ummælum sem þeim þótti ekki við hæfi. Eins og Femina- síðan er vön að gera (fyrst að loka, síðan eyða).Ég hef áður sent inn lýðræðislegar áskoranir sem þykja ósækileg mómætli.
Í kommentakerfinu voru síðueigendur beðnir um svör við nokkrum spurningum sem enn er ósvarað. Hér er nokkara af eigin spurningum segir Birgitte.
- Á bókin að fjalla um lim og blöðruhálskritil?
- Vill karlmaður, sem kallar sig lesbíu, skilgreina sig sem konu?
- Mun hann segja að karlmaður geti eignast börn og haft á klæðum?
- Mun koma fram hvernig hinar ólíku íþróttakeppnir fyrir konur eru skekktar til að þóknast líffræðilega fæddum karlmönnum? (shewon.com)
- Vilja lesbíur skilgreina sig sem líffræðilega fæddar konur sem laðast að konum- eða trans-einstaklingi?
- Hvaða orð verða notuð um líffræði kvenna? Bónusgat? Menneskja með leg?Fæðandi manneskja? (Bara til að nefna nokkur dæmi á uppnefnum sem woke- tungumálið notar um konur)
- Verður hugtaið ,,kyn útdeilt við fæðingu notað- eins og í kynningunni? Þar liggur áherslan á bókina.
- Og að lokum: getur ritstjórn fundið út muninn á konu og kvenleg? Það er nefnilega mikill munur á þessum tveimur orðum.
Að lokum: ef ég þarf að sætta mig við núverandi kynjaröksemdafærslu er það sama og að ég geti kallað mig kínverska vegna þess að DNA próf sýnir að ég er 0,9 prósent asísk. Ég krefst þess að aldur minn í vegabréfinu ætti að vera 39 (en ekki 57) vegna þess að líkamsaldurspróf hefur staðfest það. Er það vísindalegur grunnur?
Áður en þú reiðist, eyðir eða kallar mig ýmsum nöfnum, hugsaðu þig aðeins um: hver eru gildin þín, skynsamlegu rökin gegn því sem ég er að benda á? Því þau hafa ekki heyrst ennþá.
Að lokum bendir hún fólki á að gúggla hvað sé maður og kona, myndskýringar segja meira en mörg orð."
Bloggari vonar að öldurnar lægi ekki í Danaveldi við útkomu bókarinnar. Vona að konur hafi betur í þessari baráttu til að viðhalda réttindum sínum sem þær hafa barist fyrir í áratugi.
Gárungarnir leika sér með forsíðu bókarinnar, rétta útliðitð er þessi rauða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.