Frásögn trans-ungmennis

"Umskipti eyðileggja líf. Það eyðilagði mitt líf segir Prhisa.

Umskiptin eyðilögðu heilsu mína. Umskiptin eyðilögðu innkirtlakerfið. Umskiptin eyðilögðu lifrina í mér. Hélt ég væri ófrjó vegna umskiptanna. Umskiptin fjarlægðu heilbrigðu brjóstin mín - og umskiptin stálu mat frá barninu mínu. Umskiptin ollu mikilli áhættu og mjög erfiðrar meðgöngu. Umskiptin stofna heilsu sonar míns í hættu.

Umskipti eyðilögðu mörg sambönd. Umskiptin eyðilögðu getu mína til að treysta læknum. Umskipti gerðu það erfiðara að leita til læknis. Umskiptin særðu foreldra mína.

Umskiptin eyðilögðu kynhneigð mína. Umskiptin eyðilögðu kynlífið. Umskipti eyðilögðu getu mína fyrir eðlilega kynferðislega nánd.

Umskiptin eyðilögðu tækifærin mín. Ég get ekki gert eins mikið vegna sársauka og þörf fyrir hjálp og aðstoð hefur aukist. Umskipti gerðu það erfiðara að útskýra sjálfan mig og hvers vegna ég lít út eins og ég geri, og hvers vegna ég er löglega maður með karlmannlegt nafn í samskiptum við þjónustuaðila og svo framvegis.“

Hér má sjá færslu hennar sem varð hann á X.

Fleiri og fleiri ungmenni stíga fram og segja frá hversu röng meðferðin á þeim hafi verið. Það er í takt við það sem fram kemur í Cass skrýrlunni. Spurningin er hve mörg þúsund börn hafa mátt líða fyrir hugmyndafræðina. Sennilega verður það aldrei vitað.

Skotland bætist í hóp þeirra landa sem stöðva hormóna-og krosshormóalyfjagjöf barna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

"AÐ HVER SÉ SINNAR GÆFU SMIÐUR?".

Gæti það máltæki ekki átt við í þessu tilfelli?

Eigum við að hafa samúð með svona rugl-tranz-gaypride-fólki

sem að anar útí svona vitleysisgang?

Dominus Sanctus., 20.4.2024 kl. 10:25

2 identicon

Ég hef samúð með þeim börnum sem létu fullorðið fólk, trans-hreyfingu og samtök sem vilja trans-væða börn ráða för. Barn sem hefur treyst fullorðnum á að gera það rétta fyrir það. Við teljum börn ekki hafa aldur til að gera ýmislegt fyrr en þau verða um 18-20 ára, fullorðin. Þroskinn spilar það aðallega inn. Þau mega ekki keyra bíl fyrr en 17 ára en mega á barnsaldri taka ákvörðun um að skemma heilbrigðan líkama, með blessun fullorðinna.

Að fullorðið fólk standi ekki fram fyrir skjöldu og ver þess börn er hverju samfélagi til skammar. Þessi stúlka sem segir frá er eitt þessara barna og talar um afleiðingarnar. Vonandi viðvörun til annarra barna.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2024 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband