19.4.2024 | 07:14
Ummæli sem Álfur Birkir kærði til lögreglu
Á bloggsíðunni þann 13. apríl 2023 er fjallað um bresku baráttukonuna Kellie-Jay. Hún berst fyrir réttindum kvenna. Á mörgum stöðum hefur hún og hennar fólk fengið óblíðar móttökur frá trans-aðgerðasinnum, vægt til orða tekið. Í bloggfærslunni stendur, og þetta eru hin kærðu ummæli, ,,Styttir í að trans aðgerðasinnar verði eins og hryðjuverkamenn. Taka þarf á þeim sem slíkum, fyrr en seinna. Flestum dugar að horfa á þetta myndband til að átta sig á samhenginu, styður mál mitt.
Álfur Birkir virðist ekki hafa sömu skilgreiningu á hugtakinu ,,hryðjuverkamaður og bloggari. Sársaukalaust af hálfu bloggara sem telur sér frjálst að nota hugtakið um hóp manna sem haga sér eins og ofbeldismenn þegar konur verja réttindi sín. Ein útskýring á hryðjuverkamanni er: ,, Hryðjuverk er umdeilt hugtak án nokkurrar almennt viðurkenndrar skilgreiningar. Algengast er að hryðjuverk sé talið hver sú árás sem af ásetningi er beint gegn almennum borgurum til ógnunar sem framin er í þeim tilgangi að ná fram stjórnmálalegum eða öðrum hugmyndafræðilegum markmiðum.
Við getum verið ósammála um hvað skal kalla þá hegðun sem trans-aðgerðasinnar sýna baráttukonunni Kellie-Jay og gestum hennar. Við getum notað orð eins og tartaralýður, spellvirkjar, ofbeldislýður, uppreisnarmenn, þorparar, kúgarar, hyski, ribbalda, óþjóðalýður, rumpulýður og óknyttafólk.
Eitt er ljóst, skoðunin og tjáningin á hugtakinu um svona ofbeldishneigða hópa varðar ekki við lög um tjáningarfrelsi.
Til að hnykkja á færslunni, af hverju mega konur ekki koma saman og berjast fyrir þeim réttindum sem þær hafa misst án þess að trans-aðgerðasinnar skemmi baráttufundina? Umhugsunarefni út af fyrir sig!
Hann heitir Álfur og er kálfur
býr til hatur á sér sjálfur
Spái hann muni fara flatt
á að hata fólk sem segir satt.
Höf: Ásgrímur Hartmannsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.