17.4.2024 | 08:28
Samtökin 78 kæra lýðræðislega umræðu
Á dögunum hringir lögreglan á Akureyri í bloggara. Ástæðan er kæra frá Álfi Birki Bjarnasyni fyrir hönd Samtaka 78 vegna meintrar hatursorðræðu í garð hinsegin fólks. Bloggari boðaður í skýrslutöku. Vissulega eftirtektarvert að hugsa til þess að samtökin sem eru bæjar- og ríkisstyrkt fari í svona aðgerðir kostaðir af almannafé. Allt lagt undir til þagga niður lýðræðislega umræðu.
Kæran er hvorki fugl né fiskur þó Álfur hafa reynt að skreyta hana með ályktun frá Kennarasambandi Íslands og fréttum um að Samtökin 22 hafi heimsótt Langholtsskóla til að skoða veggspjöld sem héngu þar uppi. Auk þess bætti hann umfjöllun um bókina Kyn, kynlíf og allt hitt með. Öllu til tjaldað.
Í greinargerðinni með kærunni eru ýmis gögn lögð fram, mest af bloggsíðunni minni. Ekki er gerður greinarmunur á hvort um mín orð eru að ræða eða þýðing á færslum frá öðrum. Álfi dettur heldur ekki í hug að gera greinarmun á eigin umfjöllun bloggara og umfjöllum um myndbönd þar sem baráttufólk mætir í viðtöl.
Í greinargerðinni er gerð athugasemd við að bloggari verji réttindi stúlkna og kvenna í einkarýmum. Álfur telur það mannréttindabrot á trans- konu (karlmanns með kynfæri þess kyns) þegar það er gagnrýnt að viðkomandi fari inn í stúlknaklefa. Að trans-kona með kynfæri karlmanns baði sig nakin með stúlkum! Hver eru réttindi stúlkna? Hver á að passa upp á réttindi þeirra? Misstu stúlkur og konur öll réttindi við lögin um kynrænt sjálfræði? Sé Álfur spurður, þá er svarið já samkvæmt greinargerðinni. Konur eru samkvæmt honum réttlausar í þessum samhengi.
Álfur Birkir telur líka að trans-fólk hafi ekki sömu mannréttindi og annað fólk. Það er mér ómögulegt að skilja því öll höfum við jafnan aðgang að skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu, sækja um vinnu, eiga maka, eiga húsnæði og aðrar eignir o.s.frv. Upplifun fólks er ekki hægt að mæla í mannréttindum. Álfur Birkir og annað hinsegin fólk er ekki grýtt, hýdd, fordæmd, bönnuð í skólum eða á götum landsins.
Svo má virkilega velta fyrir sér hvort barátta trans-fólks sé komin út í forréttindabaráttu! Forréttindi eru þau réttindi sem fólk hefur umfram aðra. Við skulum ekki gleyma að réttindastaða trans-fólks hér á landi er eins sú besta í heiminum og þannig á það að vera. Þessir einstaklingar eru ekkert frábrugðnir öðru fólki nema þegar kemur að hugsun og tilfinningum um kyn, kynlíf og kynvitund.
Í greinargerð Álfs er talað um að bloggari sé kennari og beri þar af leiðandi að þegja eða vera á sömu skoðun og hann. Þar er ég honum algerlega ósammála. Gagnstæðar raddir eiga að heyrast í skólakerfinu en ekki einhliða málflutningur og áróður eins og nú tíðkast víða í skólum landsins um trans-málefnin. Flöggun trans-fána er gott dæmi um áróður. Sérstök fornöfn sem trans-hreyfingar hafa búið til og hanga uppi í skólastofu er gott dæmi um áróður. Flöggun trans-fána í kennslustofum og kaffistofum er dæmi um áróður. Trans-fáni við hinar ýmsar stofnanir og kirkjur er áróður. Kannski liður í forréttindabaráttu því engin samtök fá að flagga fána sínum eins og Samtökin 78 fá að gera.
Álfur Birkir veit ekki hvert hlutverk kennara er ef hann heldur þessum skoðunum fram, eða hefur misskilið hlutverk grunnskólakennara. Kennara ber að virða alla nemendur líka þá sem eru á móti trans- hugmyndafræðinni. Kennara ber að virða nemendur sem eru kristinnar trúar og líður illa vegna ágangs trans-hugmyndafræðinnar í kennslu og inni í kennslustofunni. Það má ekki gleymast í fjölbreyttu samfélagi að það líkar ekki öllum allt. Því væri það skólum til sóma að þeir fjarlægðu allan þennan áróður, barnanna vegna. Við erum hins vegar komin á þann stað að ekkert barn þorir að tjá sig um það sem því finnst um málaflokkinn því fullorðna fólkið slær á hendur þeirra.
Samfélag sem leyfir ekki umræðu um jafn umdeilt málefni og hér um ræðir er á villigötum. Tjáningarfrelsið og skynsöm umræða víkur fyrir ofstopa. Aldrei verður hægt að fá skynsama umræðu þegar menn fara í þennan gír eins og Álfur Birkir, þagga alla umræðu með því að kæra fólk að tilefnislausu.
Kannski er þessi kæra liður í að hræða aðra til þöggunar. Ef þið þegið ekki gerum við það sama við ykkur!
Á undanförnum dögum hefur ýmislegt komið í ljós sem byggir undir skrif bloggara. Lokun stofnana sem hafa séð um börn sem glíma við ónot í eigin skinni, aukin eftirsjá hjá fólki sem líkja trans-samtökum við bókstafstrúarsöfnuði, lekamálið hjá WPATH, viðbrögð manna á Englandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku þegar horft er til hormónalyfjagjafa og krosshormóna. Það hefur sýnt sig að slík lyfjagjöf telst tilraunameðferð. Tilraunameðferð á börnum! Umrædd lönd hafa dregið verulega úr og jafnvel hætt alveg þessum tilraunameðferðum á börnum. Benda má á Cass skýrsluna sem hefur nánast enga umfjöllun fengið í fjölmiðlum hér á landi. Svona gæti bloggari haldið áfram að telja. Visir.is reyndi að bæta úr því í dag eftir tvær greinar frá lögmanni á síðum blaðsins sem gagnrýndi þöggunina, það þurfti til.
Í tengslum við þessa umræðu, tilraunameðferðir á börnum, hefði ég gjarnan séð Álf taka til máls og verja börn, ekki henda í kæru á bloggara fyrir að segja sannleikann. Álfur Birkir telur að um sé að ræða upplýsingaóreiðu. Þessi fullyrðing er svo kjánaleg að hún er ekki svaraverð. Þó að upplýsingar um trans- málaflokkinn komi ekki frá Álfi og félögum þá er hún ekki upplýsingaóreiða, kannski eru upplýsingarnar fengnar frá þeim fróðara fólki. Það skyldu menn hafa í huga áður en þeir reiða höggið til þöggunar.
Fjölmiðlar eiga sinn þátt í að Samtökin 78 hafa haldið uppi einhliða fréttaflutningi um trans-málaflokkinn. Blaðamenn birta ekkert nema það hylli Samtökin 78 og trans-fólk. Þeir segja hins vegar fréttir af þeim sem gagnrýna trans-hugmyndafræðina í æsifréttastíl til þess eins að gagnrýna menn og málefni.
Gæta þarf hlutleysi í fréttaflutningi. Gæta þarf jafnvægis í fréttaflutningi. Á þessu sviði bregðast fjölmiðlar rétt eins og skólar og Kennarasamtökin.
Margt athugavert er við að samtök á opinberu framfæri kæri óbreytta borgara til lögreglu fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hug sinn.
Um hatur má þrefa og þrátta,
Þess vegna leita menn sátta,
það hæfir víst líka
ef hatrinu flíka
Samtökin 78
Höf: Kristján Hreinsson
Athugasemdir
Dáin menning, innfallin siðmenning.
Guðjón E. Hreinberg, 17.4.2024 kl. 11:45
Sæl
Komið hefur fram í fréttum að palestínskir hælisleitendur á Íslandi hafa hvatt til að gyðingar væru drepnir hvar sem til þeirra næst. Ummælin um hvað gera skyldi við lík þeirra er ekki hægt að hafa eftir. Lögreglan lætur sem ekkert sé. Imam í Reykjavík hefur viðhaft hatursummæli um homma án afleiðinga. Að kæra gegn þér sé tekin fram fyrir augljós hatursbrot er lyginni líkast.
Lögreglunni ber að gæta jafnræðis við meðferð mála; líka á Akureyri. Ríkislögreglustjóri og nefnd um eftirlit með lögreglu eiga að fylgjast með þessum hlutum og þurfa að fá að vita af misbeitingu lögregluvalds.
EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 17.4.2024 kl. 15:18
Sæll Einar.
Lögreglustjórinn í Reykjavík áframsendi erindið hingað norður þar sem ég er með lögheimili í hnas umdæmi og eins og hann orðar það líklegur brotavettvangur.
Orð mín eru ekkert í líkingu við það sem þú lýsir að drepa manna og annan enda á hinsegin fólk sama tilverurétt og við hin. Oft er það vandmeðfarið valdið sem þessum hagsmunasamtökum er fært í hendur með einhliða umræðu um ákveðinn málaflokk. Hefur sýnt sig að það vald kunna þau ekki með að fara.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2024 kl. 15:44
Ég þarf að setja á mig hattinn til að geta tekið ofan fyrir þér.
Gangi þér vel í baráttunni við þennan kynferðisglæpamann.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.4.2024 kl. 16:18
Einar, þannig er mál veð vexti að innflytjendur af ákveðnum menningarsvæðum njóta óopinberar verndar. Múslimskir innflytjendur í Kanada hafa verið að mótmæla trans og gay áróðri í grunskólum og þá vita yfirvöld ekki hvernig þau eigi að bregðast við. Viðbrögðin verða þá að horfa í hina áttina og láta eins og mótmælin hafi ekki átt sér stað. Svipað gerist þegar sagt er að gyðingahatur færist í vöxt í Evrópu og reynt að gefa í skyn að hatrið sé iðkað allsstaðr, en horft er framhjá mikilli fjölgun múslima í Evrópu.
Í þessu tilviki er auðvelt að vaða í kennara með gagnrýnir málefni með rökréttum hætti en yfirvöld þora ekki að taka fyrir raunveruleg hatursummæli, (gyðingahatur í þessu tilviki).
Bragi (IP-tala skráð) 17.4.2024 kl. 18:07
Blessuð Helga.
Allt sjálfstætt fólk stendur með þér, sýnir þér stuðning í orðum og verki.
Transumræðan er viðkvæm og ólík sjónarmið takast á.
Ég hef aldrei lesið eitt hatursorð hjá þér í pistlum þínum, hins vegar sjónarmið og rök sem styðja þau.
Kæran á hendur þér er gjaldþrot transumræðunnar, í því gjaldþroti er lítil reisn fólgin, eða stuðningur við þau sjónarmið sem menn telja réttari en önnur.
Það að lögreglan taki þátt í þessum hráskinsleik er nákvæmlega sama gjaldþrot og Einar lýsir réttilega hér að ofan.
Hann hefur líka kjarkinn eins og þú.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.4.2024 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.