8.4.2024 | 08:43
Formaður Félags grunnskólakennara ver ekki íslenska tungu
Athyglisvert var að upplifa á 8. þingi Kennarasambands Íslands að formaður Félag grunnskólakennara varði ekki íslenska tungu. Mjöll Matthíasdóttir sat og þagði þegar umræða um kynjað tungumál var á dagskrá.
Mjöll Matthíasdóttir af öllum átti að standa i pontu og verja íslenskuna. Hún fer fyrir þúsundum grunnskólakennurum sem kenna börnum íslensku og eiga að gera það rétt. Mjöll stóð sig illa og kannski stendur hún sig illa í heild í embættinu.
Formenn aðildarfélaga Kennarasambandsins þurfa sennilega á íslenskukennslu að halda. Að mínu mati eru þetta sauðir sem láta teyma sig á asnaeyrum. Mjöll ásamt hinum sem mynda stjórn KÍ eru sennilega illa að sér um íslenska málahefð. Hvet þau til að sækja námskeið hjá t.d. Baldri Hafstað. Kennaraforystan getur í það minnsta lesið pistlana hans til að læra íslensku.
Orðskrípið ,,öll" í stað ,,allir" er að hverfa í almennum póstum frá forystusauðunum. Félagsmaður hefur horfið og nú skrifa Mjöll og Magnús að félagsmaður sé félagsfólk. Orðið margir breyttist í mörg eins kjánalegt og það hljómar. Allt er þetta gert til að þóknast fámennum háværum þrýstihóp innan KÍ sem er illa við orðið maður. Hópi sem virðist ekki þekkja tungumálið okkar.
Njörður skrifaði góða grein um þessa aðför að íslenskunni sem forsvarsmenn Kennarasambandsins eru þátttakendur í. Hann segir:
Orðið maður er heiti á tegund spendýra og tekur til allra er henni tilheyra: karlmanna, kvenna, barna, transfólks og kynleysingja. Þegar við segjum: allir velkomnir, tekur það til allra sem tilheyra þessari tegund án vísunar til sérstaks kyns. Þannig getur kona sem best verið maður með mönnum eins og Vigdís benti á (og sannaði) í kosningabaráttu sinni 1980, skrifar Njörður svo.
Í tungumáli er tvenns konar kyn. Það sem eðlilegt má heita, eins og að karl er karlkyns og kona kvenkyns, faðir og móðir, sonur og dóttir, drengur og stúlka. Þegar Bergþóra var sögð drengur góður fær orðið hins vegar aðra merkingu, um eðlisþátt, enda erum við vön afleiddum orðum eins og drengskapur og drenglyndi. Á sama hátt höfum við afleidd orð af maður: mannkyn, mannlegur, mennska, menning, mannhelgi, góðmenni og illmenni o.s.frv.
Afskræming tungumálsins á ekki að sjást meðal kennara og ALLS EKKI hjá forystusauðum kennarasamtakanna. Þekking á íslenskunni á að vera meiri en svo að kennarar hlaupi eftir svona duttlungum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.