Fjölmiðar skrifa annað slagið um að karlmenn gangi með og fæði börn. Helber lygi. Það er ekki hægt, karlmenn hafa ekki líffæri sem þarf til. Af þeirri ástæðu er nauðsynlegt að rifja upp dóm ME. Mér þykja blaðamenn seilast langt í bera lygi á borð fyrir landann. Hun.is sagði slíka lygafrétt. Mjög augljóst að sú ólétta er kona, hefur leg þar sem barnið þroskast og dafnar.
Snemma árs 2023 féllu tveir dómar hjá ME. Þeir voru um það sama, nema kynjahlutverkunum snúið við, og því var dæmt í báðum málunum.
Það sem ég undrast er að hvergi hafa fjölmiðlar fjallað um þennan dóm, ekki einu sinni þegar Lovísa blaðamaður á Vísi flutti þjóðinni fréttir af ,,ég er ólétti pabbinn.
Hefði Lovísa haft snefil af áhuga og nennu til að kynna sér málaflokkinn hefðu hún kannski geta sagt frá dómum ME í leiðinni og bent á að um tvískinnung sé að ræða. Hafi heilbrigðisyfirvöld skráð annað en móðir eða faðir á fæðingarvottorð barns er um skjalfast að ræða eftir því sem ég best sé. Reyndar er ég ekki lögfróð en slík skráning er í andstöðu við dóm Mannréttindadómstólsins.
Tveir einstaklingar, í jafnmörgum málum, vísuðu máli sínu til ME þar sem þeir voru ósáttir við æðsta dómsval í Þýskalandi.
Dómarnir fjalla um:
- A) Tveir einstaklingar eignuðust barn og báðir kröfðust að vera skráð móðir. Ástæðan er að sá sem frjóvgaði egg konunnar með sæði sínu skilgreinir sig sem konu.
- B) Í þessu tilfelli varð viðkomandi ófrísk eftir sæðisgjafa og bar barnið undir belti. Þar sem viðkomandi skilgreinir sig sem trans-karl vildi hann vera skráður faðir.
Þjóðverjar sögðu að sá sem leggur til sæði er faðir og verður skráður sem líkur. Þeir sögðu líka að kona sem gengur með barn og fæðir er móðir þess og verður skráð sem slík.
Mannréttindadómstólinn tók undir þýsku dómana. Að auki leggur ME áherslu á að vega þurfi mannréttindin á móti hvort öðru í svona málum og í þessum tilfellum er réttur barnsins til að þekkja líffræðilegan bakgrunn sinn rétthærri en foreldrana til að fá viðurkenningu á hlutverki sem þeir óska sér
ME lýkur dómum á orðunum ,,motherhood and fatherhood, as legal categories, were not interchangeable and were to be distinguished both by the preconditions attached to their respective justification and by the legal consequences which arose therefrom.
Í Noregi var skrifað um dóminn, sjá hér.
Athugasemdir
Það væri "að skvetta olíu á eldinn" í þessusm málum
ef að hann gaypride-Baldur kæmist til valda á Bessastöðum
með sín samkynhneigðu sjónarmið.
Það má alls ekki gerst.
Dominus Sanctus., 30.3.2024 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.