Heiður fjölskyldu er á milli fóta kvennanna, fyrri hluti

Ungar konur í hefðbundnum múslímskum fjölskyldum lifa oft tvöföldu lífi. Annars vegar er það dönsk menning ungmenna þar sem kærasti og kynlíf er eðlilegt og hins vegar er það þrýstingur frá fjölskyldu að stunda ekki kynlíf og eiga kærastaf fyrir hjónaband. Sundrungin sést í fjölgun fóstureyðinga og beiðnum um gervi meyjarhafti. Þetta kemur fram í grein sem ég þýddi. Greinin er frá 2008 en ljóst að sami vandi getur skotið upp kollinum hér á landi, sé hann nú þegar ekki til staðar, með fjölgun t.d. múslíma.

Abida Hafees 17 ára er ófrísk, gengin 7 vikur. Hún hefur verið með kærasta sínum á laun í fjóra mánuði, þau hætt saman og hann veit ekki um óléttuna. Hún býr í tveggja herbergja íbúð með foreldrum sínum sem flúðu til Danmerkur þegar hún var lítil. Þau eru bókstafstrúar og stjórna öllu sem Abida Hafeez gerir eftir skóla. Þau hafa sagt henni að kynlíf verið ekki liðið fyrir utan hjónaband. Hún hræðist viðbrögð foreldra sinna, að þau verði mjög vonsvikin og reið ef þau finna út að hún sé ófrísk. Þess vegna er hún ein af múslímsku stelpunum sem hafa óskað eftir fóstureyðingu án vitneskju foreldra. En ráðið sem tekur ákvörðum um slíkt sagði nei og áfrýjunarráðið sömuleiðis. Það þarf að vera afgerandi vitneskja eða grunur um að foreldrarnir beiti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi segja bæði ráðin.

Fóstureyðing og gervi meyjarhaft

Í langflestum tilfellum er ástæða til að gefa múslímskum stúlkum undir 18 ára, sem óska fóstureyðingar án vitneskju foreldra, leyfi til að halda foreldrum utan við málið. Það er hætta fyrir heilsu stúlknanna og stundum líf þeirra. Þetta eru aðallega stúlkur frá múslímskum fjölskyldum sem óskar eftir fóstureyðingu án vitneskju foreldranna sem fá aldrei að vita um málið. Auk þess fjölgar í þeim hópi múslímskra stúlkna sem óska eftir gervi meyjarhafti af hræðslu við foreldrana og viðbragða fjölskyldunnar. Þær eru hræddar við viðbrögð maka og fjölskyldunnar ef það kemur ekki blóð í lakið á brúðkaupsnóttinni. Í sumum menningarheimum telja menn það merki um að stúlkan sé ekki jómfrú.

Samnefnari fyrir báða stúlknahópana, sem fá fóstureyðingu og gervi meyjarhaft, er tvöfalt líferni. Þær eru klofnar á milli tveggja menningarheima. Þær eru aldar upp í Danmörku og þekkja því hefðir og siði þaðan þar sem kynlíf og kærasti tilheyrir, líka fyrir hjónabandið. En hins vegar er það þrýstingur og væntingar um að lifa upp til hefða sem eru greyptar í múslímatrú, menningu og að kynlíf fyrir hjónaband er bannað. Kynlíf stúlknanna smitast yfir á umtal fjölskyldunnar segir félagsráðgjafinn og hjúkrunarfræðingurinn Kristina Aamand. Hún er sjálfstæður ráðgjafi og vinnur við að ráðleggja útlenskum minnihluta kvennahópum og fagfólki.

Samkvæmt Kristinu lifa margar stúlkur tvöföldu lífi sem sést á fjölda fóstureyðinga og fjölda gervi meyjarhafta sem múslímskar konur fá.

Uppeldið

Stúlkurnar vilja stunda kynlíf. Þær eru margar sem ganga með slæðu, fasta og fara í mosku. En þær eiga kærasta og stunda kynlíf í laumi og lifa þannig tvöföldu lífi. Fjölskyldan hefur auga með stúlkunni. Það er hennar heiður að skapa fjölskyldunni gott umtal. Ef stúlkan er slæm hafa foreldrarnir ekki alið hana almennilega upp. Það er skömm fyrir fjölskylduna segir Kristina Aamand.

Þetta hefur ekki bara með uppeldi að gera. Þetta fjallar líka um að foreldrarnir vilja halda í eitt það mikilvægast í trú og menningu heimalandsins. Kynhneigð kvenna er eitthvað sérstakt.

Heiður fjölskyldunnar er á milli fóta kvennanna. Ef stúlkan er ófær um að halda dyggð sinni og heiðri smitast það á fjölskylduna. Þegar stúlkur stunda kynlíf fyrir hjónaband hafa þær notað kynhneigð sína á tímapunkti sem er ekki viðurkenndur, segir Kristina Aamand.

Bókstafstrúin

Kóraninn talar ekki um meyjarhaftið eða blóðbletti á lakinu en þar stendur líkt og í Biblíunni að kynlíf utan hjónabands sé ekki rétt. Þess vegna túlka sumir að það sé skylda þeirra að athuga hvorki meydómurinn hafi rifnað á brúðkaupsnóttinni jafnvel þó hann hafi rifnað í íþróttum eða á annan hátt. Aðeins ein af hverjum fimm stúlkum blæðir við fyrstu samfarir.

Þetta er gamall siður frá samfélögum þar sem feðraveldið ríkti, líka í samfélögum sem eru ekki múslímar. Morguninn eftir þurftu fjölskyldur að sanna kurteisi brúðarinnar með blóði drifnu laki. Ef það var hvítt og hreint gat fjölskylda brúðgumans krafist ógildingar á hjónabandinu og brúðurin send með skömm í faðm fjölskyldu sinnar.

Refsingin fyrir fjölskylduna gat verið miskunnarlaus og banvæn. En það er ekkert sem bendir til þess að fjölskyldur myrði dætur sínar í dag. Ef svo væri flytu líkin á götunum segir Kristina Aamand.

Aftur á móti fá konurnar morðhótanir frá fjölskyldunni og þess vegna láta þær setja falskt meyjarhaft hjá kvensjúkdómalækni til að geta sýnt blóðblett á lakinu. Samkvæmt Kristinu eru það múslímskar stúlkur, sem þær einu, sem mæta hjá einkafyrirtækjum og sjúkrahúsum til að fá gervi meyjarhaft. Þeim fjölgar ár frá ári í takt við að kynhegðun þeirra. En aðgerðirnar hjálpa ekki ungu konunum segir hún.

Að setja upp gervi meyjarhaft er það sama og að sauma munninn á þeim saman. Það getur verið ágætt með blóðblett á lakinu en það breytir ekki því að það er þrýstingur og væntingar frá fjölskyldunni að stúlkur fari eftir annarri menningu. Það er vandamálið því konurnar lifa áfram tvöföldu lífi. Abida ólst upp í Danmörku og hefur lært í gegnum samfélagið að vera sjálfstæður einstaklingur með sjálfstæða löngun til kynlífs segir Kristina sem telur skóla og lækna ekki leiðbeina og kenna ungum stúlkum um kynhneigð og kynlíf. Þeir setja upp flauelshanskana um leið og stúlkur með slæður mæta og láta vera að upplýsa þær því stúlkurnar stunda ekki kynlíf. En við verður að halda okkur við að múslímskar stúlkur stunda kynlíf bætir Kristina við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband