11.3.2024 | 08:14
Leki WPATH fjallar ekki um Veigu trans-konu sem vissi lítið
Bítið í morgun fékk tvo menn í viðtal. Eld og Veigu sem er trans-kona. Umræðuefnið átti að vera leki WPATH. Minni hluti þáttarins fór í lekann, því miður. Það var augljóst að Veiga vissi lítið um hann. Veiga byrjaði að ausa skít yfir Eld sennilega í þeim tilgangi að sverta hann. Tókst ekki.
Eina sem Veiga bar á borð í þessum þætti var persónulegt málefni ekki gagnalekann. Veiga fjallaði um heilastarfsemi trans- fólks og benti á hollenska rannsókn tengt því efni. Annmarkar rannsóknarinnar kom ekki fram hjá Veigu og þáttastjórnendur spurðu ekki út í það. Hér er bent á að heilar kynjanna séu nánast eins og að ekki þurfi að kenna strákum öðru vísi en stelpum. Hrekur það sem Veiga sagði ef maður ætlar út í þá sálma. Hér er fjallað um að heilar kynjanna séu eins, hrekur það sem Veiga sagði að heili trans-kvenna sé líkari heilum kvenna er karla. Ekki það, bloggari sest ekki í dómarasæti um heilastarfsemi fólks enda eru trans-mál barna um allt annað.
Þegar ræða á mál í víðu samhengi, eins og gagnalekann, er ekki verið að ræða persónulega reynslu. Þáttastjórnendur féllu í þá gryfju að ræða málefni Veigu persónulega, sennilega til að varpa skugga á lekann.
Veiga viðurkenndi að trans-fólk hafi öll réttindi sem aðrir hafa þegar þáttastjórnendur reyndu að benda fólki á að baráttan væri komin á sama stað og hún var fyrir löngu, án þess að rökstyðja það. Veiga tók af öll tvímæli, trans-fólk nýtur allra réttinda eins og hver annar þegn í samfélaginu. Þannig á það að vera.
Tölum um trans-málefni á víðum grundvelli, líka það sem gerist í útlöndum. Það sem gerist í útlöndum berst til Íslands. Það er vitað að kynþroskablokkarar hafa gífurlegar afleiðingar á líkama barna og þarf ekki annað en horfa á þennan þátt til að sjá það. Beinþynning, aukin hætta á krabbameini, engin fullnæging í kynlífi, minni vöxur á heila, o.s.frv. Hér má sjá fleiri þætti um þróun trans-ferlisins.
Svona hefðu þáttastjórnendur átt að ræða gagnalekann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.