Orð Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur framhaldsskólakennara ekki rasísk...

segir mér fróðara fólk á snjáldursíðu minni. Hvítir karlmenn á Íslandi er ekki tiltekinn hópur, hvað þá útlendingar. Hanna Björg kastaði þeirri spurningu út í íslenskt samfélag um hversu lengi við ætluðum að leyfa mönnum að nauðga. Yfirgripsmikill hópur, karlmenn. Nærri helmingur þjóðarinnar. Hanna Björg gefur í skyn að menn séu nauðgarar. Rasísk orð eður ei? Kannski eða ekki? Sennilega eða ósennilega?

Hafi Hanna Björg framhaldsskólakennari ekki gerst sek með orðum sínum um rasísk ummæli má vissulega túlka þau sem karlahatur eða? Er það gott veganesti inn í framtíðina fyrir framhaldsskóladrengi að lesa um. Eða stúlkur sem gætu fengið þá hugmynd að allir drengir nauðgi. Hún bendir líka á möguleikann að þeir nauðgi minna ef það hefði afleiðingar í för með sér. Við hin veitum leyfi til afbrota. Vissulega hárfín lína eða hvað?

Fann þessa skilgreiningu á kynþáttahatri: ,,Kynþáttahatur er að finna til andúðar á tilteknum hópi fólks sem skilgreindur er út frá kynþætti. Kynþáttahatur liggur oft þjóðernisátökum til grundvallar.

Greinarmunur er gerður á kynþáttahatri og útlendingaótta þótt hvort tveggja geti farið saman en útlendingaótti er andúð eða styggð gagnvart útlendingum eða framandi menningu, án kerfislegrar hugmyndafræði. Í daglegu tali er orðið rasismi notað um hverskyns mismunun gagnvart útlendingum, byggða á arfbundnum, útlitslegum, menningarlegum ."

Sé þetta skoðað virðist ekki hægt að skrifa rasísk ummæli um eigin samferðamenn séu þeir hvítir og sami kynstofn.

Blessuð hugtökin og skilgreiningarnar á þeim þvælast stundum fyrir.

 

Hanna Björg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband