Danska og sænska ríkissjónvarpið hafa sýnt heimildarmynd um hryðjuverkaárásina 7. október 2023 þegar hryðjuverkamenn HAMAS réðust inn í Ísrael.
Fólk á tónlistarhátíð í Ísrael átti sér einskis ills von fyrr en allt í einu HAMAS-liðar réðust á þau. Til eru upptökur frá hryðjuverka- og blaðamönnum en upptökunum hefur var streymt á samfélagsmiðla.
Þeir sem styðja hryðjuverkamenn í Palestínu reyna jafnvel að telja öðrum trú um að árásin sé uppspuni. Vitað er að HAMAS liðar notuðu svifflugdreka til hryðjuverkanna til að lítið bæri á þeim. Í Bretlandi fögnuð Palestínumenn árásinni og mættu með svifflugdreka í göngu til stuðning Palestínu til að líkjast hryðjuverkamönnunum.
Í Svíþjóð og Danmörku er sýnd heimildarmynd um hryðjuverkin. Danski þátturinn Horisont sýnir myndina. SVT Play sýnir hana í Svíþjóð. ,,Í heimildarmyndinni segja þeir sem lifðu blóðbaðið af og björgunarfólk frá vesta blóðbaði sem gyðingar hafa séð frá Holocaust.
Ef ég þekki Ruv rétt, sem aðhyllist málstað Palestínu, munum þeir ekki sýna umrædda mynd hér á landi. Hvort þessi viðbjóður Palestínumanna réttlæti aðgerðir Ísrael eru menn ekki sammála um. Stríð er óhugnaður og ætti að forðast það í lengstu lög, sama hvar það er háð og hver.
,,Umfangið af því sem Ísrael varð fyrir þann 7. október vex með degi hverjum en þann 7. október stormuðu fleiri þúsund hryðjuverkamenn yfir landamærin frá Gasa og réðust á varnarlaus smábörn, börn, konur, eldra fólk, veika, fatlaða og karlmenn. Ísraelar kalla þetta svarta ,,shabbat. Rúmlega 1200 voru myrt, nauðgað eða rænt og flutt til Gasa. Morðin eru svo gróf að ekki er hægt að lýsa þeim. Mörgum var nauðgað og margir voru pyntaðir áður en þeir voru drepnir. Blóðbaðið var myndað af hryðjuverkamönnunum og blaðamönnum og því deilt á samfélagsmiðla."
The Guardian skrifaði um málið fyrr á árinu. Íslenskir fjölmiðlar eru svo hlutdrægir að þeir flytja ekki fréttir frá báðum hliðum. Nauðsynlegt að skoða útlenska miðla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.