Hópurinn Foreldrar og verndara barna fengu innlegg í snjáldursíðuhópinn. Þar var kallað eftir viðbrögðum vegna hegðunar kennara og stjórnenda Álfhólfsskóla í Kópavogi. Feitletrun er bloggara.
,,Getið þið gefið mér ráð?
Fyrir tveim dögum síðan var 7 ára stúlka í Álfhólsskóla tekin úr kennslu og tekin á eintal við barnaverndarfulltrúa Kópavogsbæjar. Hún var spurð út í ýmislegt í tengslum við fjölskyldu hennar og heimilishald og meðal annars hvort það ætti sér stað ofbeldi á heimili hennar, líkamlegt eða kynferðislegt. Foreldrar hennar urðu sérdeilis hissa á þessu og spurðu kennarann og forsvarsmenn skólans um það hvort þau vissu um ástæðu þessa og enginn virtist vita neitt né skilja neitt.
Svo töluðu foreldrar barnsins við barnaverndarfulltrúann sjálfan og þá var þeim tjáð að skólinn hefði tilkynnt til barnaverndar, vegna þess að foreldrarnir vildu ekki að barnið fengi kynlífsfræðslu í skólanum og að foreldrar vildu ekki að barnið kæmi heim með ofbeldisfulla Halloween bók til að æfa lestur. Foreldrarnir höfðu sem sagt farið til kennarans sl. haust þegar þau heyrðu um bókina Kyn, kynlíf og allt hitt, og tilkynntu kennaranum að þau vildu ekki að barnið þeirra færi í kynlífskennslu, þar sem það væri aðeins 7 ára gamalt. Kennarinn sagði að það væri bara verið að kenna börnum slíkt í 7.bekk. Svo kom annað í ljós og foreldrarnir leyfðu ekki að barnið sæti slíka kennslu og þá voru þau kærð af skólanum til barnaverndar.
Hvernig haldið þið að foreldrarnir eigi að bregðast við þessu? Mér finnst að þau eigi að kæra kennarann eða skólann fyrir sína óviðeigandi hegðun. Látið mig endilega heyra ykkar sjónarmið.
Margir lögðu orð í belg. Foreldrar eiga ekki að sætta sig við framferði kennara og stjórnenda Álfhólfsskóla í Kópavogi. Kæra ber alla aðila sem að málinu kom. Það að barn þurfi að sitja undir hugmyndafræði grunnskólakennara t.d. um trans kennslu er óásættanlegt. Foreldrar vilja sjálfir ræða ýmis málefni við börn sín og skólanum ber að virða ósk foreldra.
Mikilvægt er þegar svona atvik koma upp er að foreldrar segi frá opinberlega. Það gefur öðrum foreldrum möguleika á að kanna hjá sínu barni hvernig staðið er að málum.
Í bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt má finna gott efni en mikinn áróður inn á milli. Góða efnið i bókinni getur kennari fundið á öðrum stöðum og því þarf ekki að nota þessa bók sem felur í sér mikinn áróður fyrir trans væðingu barna. Helsta markmið bókarinnar er að fjarlægja orðin strákur og stelpa. Gagnkynhneigð virðist vera höfundum bókarinnar Þrándur í götu. Eitthvað sem ber að fjarlægja úr námsefni grunnskólabarna.
Á skólaskrifstofu Kópavogs hafa þeir nýlega farið í gegnum mál þar sem foreldrar vildu ekki trans- fræðslu fyrir börn sín eða áróður í kennslustofum og skólanum fyrir málaflokknum. Þeir nemendur eru í Salarskóla. Í stuttu máli má segja að það tók mjög langan tíma að fá kennara til að fjarlægja áróðurinn en þeir virðast lauma honum inn þrátt fyrir það. Er það hlutverk kennara að vera með áróður í kennslustofum? Svari hver fyrir sig.
Eitthvað virðast skólayfirvöld í sveitarfélögum eiga erfitt með að halda sig frá þeim áróðri sem felst í flöggun trans- fánans, fræðslu um orð sem brennimerkja börn o.s.frv.
Besta ráðið til að berjast gegn þessari trans væðingu í grunnskólum eru raddir foreldra.
Athugasemdir
-úff- maður er orðlaus yfir félagslegu ofbeldi elítunnar.
Guðjón E. Hreinberg, 11.2.2024 kl. 11:53
Kæra allt þetta lið fyrir barnaníð.
Sigurður Kristján Hjaltested, 11.2.2024 kl. 13:11
Nú þykir mér "Glóbalistanir og Satanistarnir" heldur betur vera farnir að færa sig uppá skaftið..............
Jóhann Elíasson, 11.2.2024 kl. 13:41
Hvað gengur þeim til? Kemur þetta virkilega frá Sameinuðu Þjóðunum?
Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2024 kl. 05:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.