Margir af þeim sem hafa sótt um ,,kynskiptimeðferð á meðferðarstofunni Nasjonal, en þeir finna fyrir ónotum í eigin líkama, hófu meðferð utan þjónustunar sem ríkið veitir. Ákafir meðferðaraðilar í einkageiranum standa í röðum eftir að gefa unglingsstúlkum hormóna og hormónablokkandi lyf vegna upplifun þeirra á ónotum í eigin líkama.
Tökum dæmi um tilbúna sjúklinga. ,,Erik er 16 ára þegar hann kom á sjúkrahúsið í síðustu viku með skeggstubba á hökunni og dimma rödd, hrjúfa rödd, þrátt fyrir að hafa fæðst með eggjastokka og leg. Meðferðina hóf stofa sem hefur lág viðmið og býður unglingum meðferð sem upplifa að þeir séu ,,fæddir í röngu kyni.
,,Casper, er 12 ára og mætti í fyrsta viðtalið með sprautumerki á maganum eftir að hafa fengið, í langan tíma, mánaðarlega sprautur af hormónastoppandi lyfjum uppáskrifað af norskum kynfræðingi. Nú hefur mamma ekki lengur efni á þessari dýru meðferð og því sækir hann til stofnunarinnar Nasjonale til að fá löglegan lyfseðil.
Sprenging í fjölda
Þetta er staðreynd: Undanfarin á hefur orðið sprenging í fjölda þeirra barna og unglinga sem óska eftir kynstaðfestingu. Sömu sögu er að segja um allan heim. Á síðasta ári (2021) óskuð um 200 börn undir 18 ára aldri aðstoðar. Aukningin er mörg hundruð prósent á hverju ári frá 2012.
Nýtt, tveir af hverjum þremur eru líffræðilegar stúlkur
Við erum að tala um unglingsstúlkur sem nokkrum árum eftir kynþroskann segjast allt í einu vera strákur. Tvær af hverjum þremur hafa að auki glímt við andlega kvilla, alvarlegt þunglyndi, kvíða, sjálfsskaða, áföll, einhverfu, ofskynjanir og hugsanir að taka eigið líf.
Er þetta skammvinn löngun?
Við vitum ekki af hverju þessi aukning er meðal stúlknanna. Það getur verð viðbragð við opnari umræðum sem sýr að kyni í samfélaginu. Eða er þetta viðbragð á utanaðkomandi álagi eða kannski tímabundið val? Um víða veröld ræða menn um þessa gífurlegu fjölgun af stúlkum sem vilja hjálp eftir kynþroskann. Umræðan kallar á varkárni en það hefur engin urmæða til staðar í Noregi.
Til lengri tíma litið er ekki vitað hve margir af unglingunum munu upplifa viðvarandi reynslu af að vera hitt kynið.
Í bland við aðra andlega sjúkdóma
Fjölmiðlar og þáttaröðun ,,Fæddur í röngum líkama hafa á undaförnum árum fjallað um að vera trans frá barnæsku. Flestum gengur vel. Það eru þessi börn, þegar þau eldast, sem rannsóknir beinast að. Þau upplifa góð áhrif af meðferðinni sem er til og er sniðin að þessum hópi.
Aftur á móti er lítil þekking á unglingum sem upplifa misræmi milli sjálfsmyndar og kyns eftir að kynþroskinn er hafinn. Hvetja á til varúðar með þessa einstaklinga þar sem þekking er lítil sem engin og oftar en ekki eru aðrir geðrænir kvillar undir. Ekki er vitað hve mörg ungmennin munu upplifa viðvarandi reynslu af að vera hitt kynið. Frekari rannsóknir eru því nauðsynlegt.
Þróunin veldur áhyggjum
Við sem vinnum á Nasjonale meðferðarstofnuninni eru upptekin af að veita góða meðferð með alþjóðlegri þekkingu. Við höldum okkur við rannsóknir og veitum meðhöndlun til þeirra sem rannsóknir sýna að hafa gagn af meðferð. Samhliða berum við mikla ábyrgð á að sýna varúð þegar upp kemur nýr hópur unglinga sem vill meðhöndlun.
Við erum því verulega áhyggjufull af þeim vaxandi hópi kynfræðinga og öðrum meðferðaraðilum sem eru utan Nasjonale meðferðarþjónustunnar í landinu og byrja meðhöndlun með litlar sem engar kröfur.
Þeir reka virk fyrirtæki sem þrýstihópur
Þeir segjast taka mið af óskum og þörfum unglinganna og vilja með þeim prófa hver sé besta meðferðin fyrir þennan einstakling. Sem dæmi hormónar, líka til barna undir 16 ára aldri, og hormónablokkandi lyf eiga aðeins sérfræðingar í innkirtlafræðum fyrir börn að gefa. Þeir reka fyrirtæki og eru í leið virkur þrýstihópur á stjórnmálmenn. Sagan segir að þeir hafa tengsl sig inn í Fri-ungmennahópinn (systursamtök Samtaka 78), en sá hópur er viðkvæmur og á að mæta með virðingu. En, samtímis og einmitt af því við höfum með viðkvæman hóp að gera verður erfitt að fá áheyrn og stuðning með hversu nauðsynlegt það er að fara varlega.
Ráðherra, það er engar rannsóknir
Heilbrigðisráðherra Bent Høie sagði við norska ríkissjónvarpið árið 2015 ,,Það er frábært að þú sér sá sem þú ert. Það ætti að vera í höndum hvers og eins, ekki ríkisins, að ákveða hvaða kyni þeir tilheyra. En Bent, það finnast engar rannsóknir á þessum nýja hópi af unglingsstúlkum sem vilja skipta um kyn. Við getum gengið svo langt að segja að hér sé um tilraunameðferðir að ræða.
Þegar þessir unglingar í dag, þrátt fyrir Nasjonal meðferðarþjónustuna, eru elt af meðhöndlunaróðum kynfræðingum og þeim boðin hormónameðferð þrátt fyrir ólöglega aldur, samkvæmt heilbrigðislögum, er nauðsynlegt að vara við þessi meðferðartilboði.
Áhugasamir kynfræðingar
Sumir sjúklingar þurfa meðferð fljótt. Það er óhjákvæmilegt. En miðað við þá gífurlegu aukningu sem við sjáum í dag er krafan að við fagfólkið, með alþjóðlegum kollegum, notum góðar aðferðir til að meta hvort meðferð til lengri tíma litið virkar. Ekki blanda sama góðvild minnihlutahópa og faglegri baráttu.
Kæri ráðherra; Haltu í taumana á meðferðarglöðum kynfræðingum, þeir dreifa hárvexti og djúpri rödd til dætra þjóðarinnar, á móti fáum við glataða frjósemi og óvissa framtíð.
Til að mæta þeirri sprengingu sem hefur orðið meðal unga fólksins, að gera tilraunir með eigið kyn, ætti að mæta með þjóðarvígbúnaði í öllu til að tryggja gæði í greiningu en ekki staðfestingarþjónustu frá kynfræðingum landsins.
Höfundar greinarinnar eru læknarnir; Anne Wæhre og Kim Alexander Tønseth, báðir starfandi í Noregi. Þýðing er bloggara.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.