Afgani handtekinn- ýtti stúlku fyrir lest í Kaupmannahöfn. Ný tegund af ofbeldi.

Nítján ára kona beið eftir lest á Nørreport stöðinni í Kaupmannahöfn. Þegar lestin nálgaðist stökk maður fram, sem faldi sig á bak við súlu, og ýtti konunni út á brautarteinana. Fyrir snör handtök annarra farþega varð henni bjargað.

Fólk á brautarpallinum gat gert lestarstjóranum viðvart um að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Lestin nauðhemlaði. Konan komst upp á brautarpallinn. Lögreglan lítur þetta alvarlegum augum og segja brotið tilraun til manndráps.

Torben Madsen, rannsóknarmaður hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn sagði við Ritzau eftir verknaðinn ,,Þetta gerist, um það bil þegar lestin kemur inn á stöðina og burtséð frá hvað lestin var langt í burtu, þá gengur rannsóknin út á tilraun til manndráps.“

Lýst var eftir manninum með myndum og á laugardagsmorgninum var hann handtekinn. Þetta er 29 ára útlenskur maður. Hann kom fyrir rétt á sunnudeginum. Hann hafði túlk sér til aðstoðar sem þýddi gögn fyrir hann. Maðurinn er afganskur ríkisborgari. Lögfræðingur mannsins segir hann saklausan samkvæmt Ekstra blaðinu. Hann var úrskurðaður í 25 daga varðhald.

Nýtt form af ógeðfelldu ofbeldi

Undanfarin ár hefur tilfellum fjölgað þar sem fólki er ýtt fyrir lest.

Það hefur gerst í Danmörku:

Árið 2021 var tilfallandi konu ýtt svo hún lenti á brautarteinunum á Valby stöðinni, það var Jórdani sem gerði það.

Það hefur gerst í Svíþjóð:

Í júní var 23 ára manni ýtt fyrir lest í Stokkhólmi. Maður frá Alsír var handtekinn. 

Í Þýskalandi hafa nokkur tilfelli af þessari nýju tegund ofbeldis orðið. Margir af gerendum hafa innflytjendabakgrunn samkvæmt þýska blaðinu BILD.

Eitt fórnarlamanna er Leó sem var átta ára sem var ýtt fyrir lesst ásamt móður sinni í Frankfurt. Móðirin lifði, ekki Leó. Hann dó samstundis. Habte Araya frá Erirea var sóttur til saka árið 2020 fyrir þetta hræðilega morð.

Sum fórnarlömbin þekktu geranda, en mjög oft eru þetta tilfallandi einstaklingar. En sannleikur er, ný tegund ofbeldis er komið til Evrópu og það ógeðfellt ofbeldi.

Heimild.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ný tegund? Þetta hefur verið stundað í Evrópu í áratugi. En það sem er nýtt er að aðeins eru núna sagðar sögur þar sem útlendingar gerast brotlegir. Útlendingur sem brýtur af sér er víða margfalt meira fréttaefni en 100 innfæddir sem gera nákvæmlega það sama. 

Vagn (IP-tala skráð) 4.1.2024 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband