Árás Kennarasambands Íslands og kennara minnisstæðast

Margs er að minnast á árinu 2023 sem kvaddi okkur fyrir stuttu. Sumt gott gerist á hverju ári og annað miður gott. Eitt er minnisstæðara en annað.

Á árinu uppgötvaði ég hvernig trans-aðgerðasinnar leggja líf margra unglinga í rúst. Unglingarnir eru hvattir til alls konar breytinga á líkama sínum til að falla inn í box trans-aðgerðasinna. Börnin fá ekki að vera eins og þau eru. Þau eru víða um heim skemmd til framtíðar, bæði andlega og líkamlega undir því yfirskyn að þau fæddust ekki í réttu kyni. Svona meðferð á börnum, í því mæli sem þekkist í dag, er ekki hægt að sætta sig við. Hef skrifað fjölmarga pistla um málið, mikinn fróðleik fenginn frá útlöndum. Sérfræðingar víða um heim hafa á liðnu ári séð skemmdarverkin á unglingunum og þegja ekki lengur. Guðs sé lof fyrir það!

Kennarasamband Íslands, með Magnús Þór Jónsson formann í fararbroddi ákvað að ráðast á skoðanir bloggara sem fagmann í kennslu. Hann gerði það opinberlega í nafni sambands sem bloggara er félagsmaður í. Skylduaðild. Magnús Þór hefur sett annan blæ á Kennarasambandið sem á að vera samband allra skoðana. Minnisstæður atburður sem hefur sett formann KÍ niður.

Sama má segja um formann Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttur. Hún lagði sitt á vogarskálarnar til að nota Félag grunnskólakennara til að ryðja brautina fyrir hjarðhegðun kennara á Norðurlandi eystra, vegna skoðana félagsmanns. Fyrir milligöngu hennar var álit lögmanns pantað, ekki ósvipað og sagt er frá í þessu bloggi, til að verja ólöglegan eða vafasaman gjörning. Mjöll Matthíasdóttir formaður Fg hefur notað stéttarfélag til að ráðast að félagsmanni fyrir skoðanir.

Kristján Hreinsson skáld skrifaði ,, Skoðanir fólks trufla mig ekki ögn. Það er samfélagsmeinið sem ég á erfitt að sætta mig við. Hjarðhegðun sem brýst út í því að sumt fólk tekur sér það bessaleyfi að væna annað fólk um hatursorðræðu og fordóma, jafnvel þegar umræður snúast um skoðanir. Hjarðhegðunin snýst um að fólk heldur því fram að ein skoðun sé réttari en allar aðrar skoðanir. Eins er það til í dæminu að haldið sé fram rökleysu og hreinni lygi í nafni hjarðhegðunar. Þetta mein er samfélaginu til háborinnar skammar.“  Taka má undir hvert orð sem hann segir og heimfæra á formennina tvo.

Formenn Kennarasambandsins og Félag grunnskólakennara misnotuðu félögin til að þóknast hjarðhegðun.

Danskir kennarar, reyndar norskir líka, sem hafa skrifað um trans-málaflokkinn eiga vart til orð af misnotkun félaganna og árásar á félagsmann. Þeir þekkja þetta ekki og segja má að dönsk kennarasamtök þekki sín takmörk. Í dönsku kennarasamtökunum rúmast allar skoðanir. Því er ekki að heilsa í íslensku kennarasamtökunum.

Virðing fyrir samtökunum er horfin og þeim einstaklingum sem fyrir þeim fara. Formennirnir hafa ákveðið hvaða skoðun sé rétt og hvaða skoðun er röng, án rökstuðnings. Formennirnir nota svo félögin til fordæma ,,ranga skoðun“  til að styrkja eigin málstað. Gert í nafni valds.

Holl lesning fyrir formenn KÍ, Fg og kennara sem fylgja hjarðhegðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband