Ólöglegir innflytjendur streyma til Evrópu

Vandræðaástand skapaðist í Evrópu eftir að Angela Merkel opnaði landamæri Þýskalands fyrir innflytjendum. Margir eru óskráðir. Oftast eru þetta ungir menn sem hafa heilsu og getu til að leggja á sig langt ferðalag. Þeim er ekki auðveldlega vísað á bug. 

Í Den korte avis má lesa að utanríkisráðherrann Kaare Dybvad Bek (S) segir strauminn óhóflegan og tala megi um kreppu í málaflokknum.

Það komu um 355 þúsund ólöglegir innflytjendur í ár segir á vef Útlendingastofnunarinnar.

Það er rúmlega helmingi fleiri en á síðasta ári en þá voru 175 þúsund skráðir innflytjendur í Evrópu. Tölurnar hafa ekki verið svo háar frá því að hin hörmulega stefna Angela Merkels um opnun landamæranna var við líði 2015-2016.

Rúmlega 2.600 hafa farist eða horfið á ferð sinni um Miðjaðarhafið í ár samkvæmt UNHCR. Hærri tala hefur ekki sést undanfarin fimm ár.

Fram í september hafa rúmlega 800 þúsund hælisleitendur sótt um hæli í Evrópu segir í frétt frá Eurostat.

Orðrétt segir Kaare Dybvand Bek (S) ráðherra útlendingamála: ,,Við erum í miðri innflytjendakreppu. Þrátt fyrir að við höfum ekki endanlega tölu fyrir 2023 þá eru tölurnar mjög háar samanborið við árin áður og við þurfum aftur til 2016 til að finna álíka straum af fólki.“ 

Þessi fjöldi kemur ofan á áratug þar sem landamæri Evrópu hafa staðið galopin fyrir fólki frá Mið-Austurlöndum og Afríku.

Það fór allt í vitleysu 2015. Evrópu var drekkt af milljón ólöglegum innflytjendum, hælisleitendum og kerfið hrundi. Margir voru ekki skráðir. Það hefur sýnt sig að nær ómögulegt er að senda þá aftur til heimalandsins.

Afleiðingarnar eru vaxandi glæpir, hliðstæð samfélög öfgafullra múslíma og velferðarkerfi sem er við það að hrynja. Stjórnmálaflokkar sem vinna gegn þessum straumi fólks sigra kosningar í mörgum löndum. Þetta er svo yfirþyrmandi að stjórnmálamenn rétttrúnaðarins innan Evrópusambandsins hræðast það.

Á fundi þann 20. desember urðu Evrópusambandsþjóðirnar sammála um stefnu í innflytjenda- og hælisleitendamálum. Lagt er til aðhalds í málaflokknum. En þegar vandinn birtist virðist stefnan hrynja. Það má með sanni segja að hér sé um nýjan harmleik að ræða fyrir Evrópu.

Stofna lokaðar búðir

Ein leiðin til að bregðast við er að opna lokaðar búðir við ytri landamæri Evrópusambandsins. Ef rétt er skilið má skerða frelsi hælisleitenda.

Í búðunum á umsókn um hæli að fara í flýtimeðferð á sjö dögum. Þeir sem fá neitun eru sendir heim um leið. Ítalski forsætisráðherrann Georgia Meloni fagnar þessu.

En það eru mörgum spurningum ósvarað: 

Þýða lokaðar búðir að Evrópusambandið geti nú haldið hælisleitendum án aðkomu dómstóla?

Hvað vill Evrópusambandið gera ef búðirnar verða ,,lokaðar“ af Mannréttindadómstólnum?

Hvað vill Evrópusambandið geta þegar það sýnir sig að hröð meðferð umsókna fer út um þúfur?

Hvernig vill Evrópusambandið senda hælisleitendur heim sem hafa fengið neitun, þeir hent pappírum sínum og heimalandið neitar að taka við þeim?

Í samkomulaginu stendur að skoða eigi hvort hægt sé að setja á stofn sameiginlegar búðir í þriðja landinu.

Stefna Bretlands um stofnun búða í Rúganda var stoppuð af dómstólum og Danmörk setti sína stefnu á ís í kjölfarið. Meloni reynir að opna búðir í Albaníu. Hún hefur ekki fylgi með þeirri stefnu.

Vöktun á ytri landamærum Evrópusambandsins

Í samkomulaginu segir að styrkja eigi vörslu við ytri landamæri Evrópusambandsins.

En hvað þýðir það?

Grikkland hefur vaktað landamærin en hafa verið hraðlega gagnrýndir fyrir að senda fólk til baka. Aukin gæsla á Miðjaðarhafinu hefur í reynd aukið straum flóttamanna því fleirum er bjargað af litlum sökkvandi bátum.

Danmörk stendur fyrir utan

Vegna úrsagnar Dana standa þeir utan við samkomulagið. Þannig á það að vera áfram. Fram að þessu hefur það gagnast landinu. Danmörk hefur ekki fundið fyrir þessari gríðarlegu aukningu hælisleitenda eins og Evrópa.

Óttast má að Evrópusambandið þori ekki að láta slag standa um eigin stefnu sem kveður á um að herða hælisleitendastrauminn.

Það sem við upplifum nú, hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum og Afríku, er bara forsmekkur af þeirri martröð sem bíður. 

Heimild.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband