20.12.2023 | 16:08
Kennarar fá nýjar leiðbeiningar
Bretland vill herða reglur um félagsleg umskipti barna. Skal engan undra. Það sem á undan er gengið er ekki eðlilegt.
Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri börn efast um kyn sitt. Þess vegna hafa Bretar gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir kennara um hvernig best sé að styðja við þessa nemendur í skólum landsins.
Skólar ættu að skapa umhverfi sem ber virðingu fyrir öllum viðhorfum. Þetta þýðir að ekki ætti að ætlast til þess að neinn noti valin fornöfn og ekki ætti að refsa þeim fyrir að gera heiðarleg mistök. Í öllum tilfellum má einelti ekki líðast.
Leiðbeiningarnar eru skýrar um að skólum ber skylda til að standa vörð um og stuðla að velferð allra barna sem þýðir að fara ætti varlega í að bregðast við beiðnum um félagsleg umskipti.
Hér má fræðast um málið og hér má hlusta.
Kennari á ekki að taka frumkvæði eða hvetja barn til félagslegra umskipta.
Kennari hefur leyfi til að hafna persónufornafni sem nemandi velur stangist það á við líffræðilega kyn þess.
Foreldrar eiga að vera þátttakendur í máli barns sem óskar félagslegra umskipta.
Íþróttir eiga að vera réttlátar og þátttaka byggist á líffræðilegu kyni.
Salerni, búningsklefar og sturtuklefar eiga að vera kynjaskiptir, strákar og stelpur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.