15.12.2023 | 20:50
Má Bónus ekki hafna kjánalegri bók manns sem er í frekjukasti?
Þorsteinn V femínisti kallar á baklandið sitt. Bónus metur bókina hans ekki söluhæfa í búðum sínum. Skyldi nokkurn undra. Að setja svona kjaftæði í heila bók er undravert. Þorsteinn V velur að beita starfsmann í Bónus ofbeldi, rafrænu ofbeldi. Vill að aðrir taki þátt. Frekjukast þessa manns er með ólíkindum.
Að 1100 hundruð kjánar, samkvæmt Þorsteini, hafi keypt bókina er mér óskiljanlegt. Kannski eru það fylgisveinar Þorsteins og öfgafemínistarnir. Hver veit.
Snorri tók málið fyrir og Dv segir frá.
Sá á snjáldursíðu um daginn að Þorsteinn reyndi að þröngva bókinni inn á fyrirtæki til að gefa starfsmönnum sínum. Satt eða logið, veit ekki en allavega góður brandari. Það er móðgun við hvern þann starfsmann sem fær svona bók frá vinnuveitanda sínum.
Athugasemdir
Er svo sammála þér í öllum þínum skrifum.
En ruglið og vitleysan virðist ekki ætla að taka neinn endi.
Versnar ef eitthvað er.
Sigurður Kristján Hjaltested, 15.12.2023 kl. 21:41
Höfundar hafa aðallega reynt að selja starfsmannadeildum veikgeðja fyrirtækja bókina. Ég giska á að heildarfjöldi kaupenda sé innan við 50 talsins.
Geir Ágústsson, 15.12.2023 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.