Eggheimta hjá stúlkubörnum...er það í lagi?

Eins og menn vita hefur orðið veldisvöxtur hjá stúlkum sem skilgreina sig trans víða um heim og hér á landi líka. Margir sérfræðingar telja önnur andleg veikindi vera ástæðuna. Til að fullgera hugsunina vilja margar stúlkur fara í hormónameðferð sem gerir þær ófrjóar. 

Nú býður einkarekin stofa upp á eggheimtu hjá stúlkubörnum ef ske kynni að þær sjái eftir að gera sig ófrjóar á unglingsárum. Siðferðið á bak við þetta finnst mér verulega bogið. Finnst almenning það í lagi að unglingsstúlkur sem glíma við ónot í eigin líkama fari í gegnum svona ferli. Foreldrar verða að samþykkja og borga væntanlega brúsann. Fréttin fjallaði um máli.

Eigum við ekki að kosta góða sálfræðimeðferð fyrir þessar unglingsstúlkur til að vinna með þeim í málunum í stað þessa að samþykkja að þær séu ekki í lagi eins og þær eru? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband