Ljóð tileinkað kennurum

Annar höfundur fær bloggið í i dag. Ég tileika öllum kennurum (líka þeim sem mættu á aðalfund Bkne) ljóðið enda segir það meira en segja þarf. Vona samt að þeir ástundi þetta ekki í kennslu. 

Ljóð eftir Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku:

Áður en kemur til tjáskipta skulum við ævinlega gæta þess

að skoða aðeins aðra hlið þess málefnis sem um ræðir.

Það hálfa er nóg.

Þannig er auðveldara að ná utan um efnið.

Losum okkur við alls konar útúrdúra og staðreyndatínslu

– málavextir eru íþyngjandi.

Það sýnir sig að við sem alhæfum alltaf út frá annarri hliðinni

eigum miklu betra með að ná til fólks,

skoðanir okkar eru einfaldar,

við höfum sneitt af þeim alls kyns flækjur og lagað þær

að þörfum neytenda.

Þannig virkar tjáningarfrelsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband