Blóðbað í frönskum smábæ

Franski smábærinn Crépol er ekki þekktur bær en þar búa um 500 manns. Hann er í mesta lagi þekktur fyrir jarðsveppi, valhneturunna og friðaðan kirkjuturn.

En nú er þessi smábær, sem er nálægt Lyon, kominn á kortið og ekki fyrir neitt gott. Nú hugsa Frakkar blóðbað þegar minnst er á bæinn.

Veisla í samkomuhúsinu

Í þessum litla bæ er ekki öldurhús eða diskótek. Aftur á móti hafa menn í sjálfboðavinnu skipulagt veislur fyrir íbúana í samkomuhúsinu.

Einn laugardag fyrir stuttu voru um 400 gestir í samkomuhúsinu. Reglan er að hver og einn borgar fjórar evrur svo hægt sé að kaupa hlaðborðið, plötusnúð og leigja samkomuhúsið. Samkvæmt gestunum var stemmingin góð þar til allt í einu, um tvö leytið, breyttist allt.

Hópur ofbeldismanna birtast vopnaðir hnífum

Allt í einu birtist hópur manna með eldhúshnífa og réðust að þeim sem eftir voru í húsinu. Með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt embætti saksóknara reyndu tíu ungmenni að komast inn og við það særðist einn dyravörðurinn. Gestirnir reyndu að aðstoða sem leiddi til slagsmála fyrir utan bygginguna.

Thomas var stunginn, 16 ára skólanemi. Hann særðist alvarlega, lést af völdum sára sinna á sjúkrahúsi. Í allt voru 16 ungmenni stungin, misalvarlega, en tveir eru enn í meðhöndlun á sjúkrahúsi þegar fréttin er skrifuð 23. nóvember.

Ekki er vitað hvað ofbeldismönnunum gekk til. Vitni sagði við blaðamann á Le Dauphiné Libéré að þeir hefðu hrópað ,,Við viljum stinga hvíta fólkið.“ Fréttina má sjá á DailyMail. Verknaðurinn er rannsakaður sem morð að yfirlögðu ráði og morðtilraun. Gerendur eða hluti þeirra kom frá nærliggjandi bæ. Sjö voru handteknir í Toulouse skrifa nokkrir fjölmiðlar, þ.á.m. BFMVT 

Gróft ofbeldi

Bæjarstjórinn segir um gerendurna ,,Þeir komu ekki til að skemmta sér heldur til að meiða.“ Árásargirni og vilji til eyðileggingar stjórnaði för. Engin samúð með fórnarlömbunum.

Einn af skipuleggjendum veislunnar Emmanuelle Place sagði við blaðið Le Parisien ,,Hef aldrei upplifað annað eins ofbeldi.“ Hún var í áfalli yfir árásinni sem lítið var gert úr eða reynt að þagga niður í sumum fjölmiðlum. Hún segir, ,,þetta voru ekki slagsmál, þetta var árás. Gerendur komu bara til að stinga fólkið án ástæðu.“ Dyravörður missti fingur.

Annar sjónarvottur lýsti atburðinum í blaðinu Le Fogaro sem blóðbaði: Ungmenni í íþróttabuxum höfðu umkringt salinn og létu vaða á fólk með 25 cm langa hnífa.

Ein amma segir við Le Figaro að barnabarn hennar hafi komið heim tíu mínútum áður en blóðbaðið hófst. Síðan þá hefur barnið, 12 ára gamalt, ekki sofið af því hana dreymir um hníf sem haldið er að barkanum. 

Eins og atburðinum er lýst af sjónarvottum er um að ræða sadíska villimennsku. Svona nokkuð höfum við aldrei upplifað sagði Emanuelle Place. Hjá gerendum var engin samúð, engin ábyrgð. Þeir komu bara til að meiða segir hún.

Hluti landsmanna áttuðu sig ekki hvað gekk á. En smá saman rann það upp fyrir þeim, að venjulegt samfélag geti orðið fyrir barðinu á andfélagslegum og eyðileggjandi kröftum.

Ofbeldi náði tökum á litla friðsæla bænum Crépo. Gerendum ofbeldisins var boðið inn. Neitun á raunveruleikanum krefst hefndar. Látir þú eins og menningarátök og tilhneiging til ofbeldis sé ekki til staðar þá kemur það inn um bakdyrnar. Það uppgötvuðu menn í Crépol.

Stjórnmálamenn sem hafa efasemdir um innflytjendur tala um anti- hvítan rasisma.

Litlar fréttir hafa borist frá lögreglu um hverjir gerendurnir eru. Margir stjórnmálamenn benda á að gerendurnir hafi bakgrunn innflytjenda. Stjórnmálamennirnir kallar þetta fólk anti-hvíta rasista skrifar France24.

Marion Maréchal  kallar gerendur villimannslegan múg en hún var meðal þeirra sem tjáði sig fyrst, hún sagði; ,,Rasismi gegn hvítu fólki herjar nú líka á landið.“ Frænka hennar sem gagnrýnir innflytjendastefnu stjórnvalda segir, ,,enginn er öruggur lengur.“ ,,Bæjarhátíðir, brúðkaup, afmælisdagar: bæjarfélög hafa í gegnum árin verið þolendur rasískra aðgerða í mörg ár sagði Marine Le Pen(Faz.net). 

Innanríkisráðherrann Gérald Darmanin tjáði sig með almennum hætti. Hann talaði ekki um innflytjendur en sagðist harma slíka grimmd. Hann kallaði árásina ósæmilega og óásættanlega. (Faz.net). Lögreglan heldur að sér upplýsingunum og það sem fram hefur komið eru ekki áreiðanlega upplýsingar. Myndband sem fer um netið sýnir að gerendurnir eru frá Afríku en fæst ekki staðfest. 

Sá tími er liðinn að stjórnmálamenn og stjórnvöld geti þagað um innflytjendur sem drepa. Ef lögreglan segir ekki sannleikann fara sögusagnir á netið. Þessir aðilar svíkja íbúa og gera innflytjendasamfélaginu bjarnargreiða með þögn sinni um uppruna gerenda.

Heimild.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband