Breytingar breytinganna vegna, skyldu stofnanir og fyrirtæki nútímans vera svona?

Einu sinni var Maur sem fór til vinnu sinnar snemma morguns dag hvern. Hann var duglegur og líkaði vel vinnan.

Stjórnandinn, Ljónið, var hissa að sjá hve Maurinn var duglegur án þess að stjórnandi væri til staðar. Ljónið hugsaði að kannski yrði hann duglegri ef hann fengi stjórnanda sem leiddi starfið.

Hmm, hugsaði Ljónið og réði Kakkalakkann sem hafði stjórnunarnám og þekktur fyrir nákvæmar skýrslur.

Fyrsta sem Kakkalakkinn gerði í starfi sínu var að breyta vinnuskýrslum og fannst nauðsynlegt að ráða ritara til að gera skýrslurnar og réði Kóngulónna til að halda utan um pappíra og svara í símann.

Ljónið var ánægt að fá allar þessar skýrslur sem Kakkalakkinn skrifaði og bað hann um að laga skýringarmyndir um framleiðsluna og greina þróunina. Þessi skjöl gat Ljónið sýnt yfirmanni sínum.

Kakkalakkinn réði tölvumann og réði Fluguna sem var ábyrgur fyrir nýju tölvudeildinni.

Maurinn sem áður var ánægður og afkastamikill vinnumaður var allt í einu þvingaður til að fara á hin ólíku námskeið til að sýna að hann gæti það sem hann hefði gert í mörg ár.

Hann varð að skrifa um starf sitt í skýrslum og nota hluta vinnutímans til að skrá niður fráviki. Vinnudagurinn sem hann vann áður án vandkvæða var nú í tímaþröng vegna tímans sem þurfti að nota í skýrslugerð og blöðin söfnuðust upp.

Ljónið sjá að nú var tími til að ráð yfirmann í deildina sem Maurinn vann í. Hann réði Hrossafluguna sem keypti sér mottu og vistvænan skrifborðsstól á skrifstofuna. Hrossaflugan lagði til við Ljónið að hann fengi að ráða sér persónulegan ráðgjafa til að hámarka vinnu sína og fjárhagsáætlun.

Einingin þar sem Maurinn vann var ekki lengur góður vinnustaður, allir pirraðir og órólegir fyrir eigin framtíð. Hrossaflugan lagði til við Ljónið að gerð yrði vinnustaðakönnun. Þeir réðu inn fullt af Bjöllum sem komst að þeirri niðurstöðu að eining Maursins var kostnaðarsöm og framleiðni hafði minnkað.

Ljónið ákvað að ráða Ugluna sem var vel umtalaður ráðgjafi sem átti að koma með tillögur að breytingum. Uglan rannsakaði fyrirtækið í þrjá mánuði, lagði fram þykka skýrslu þar sem niðurstaðan var að of margir starfsmenn væru í fyrirtækinu.

Maurinn var sá fyrsti sem fékk uppsagnarbréf. Það sýndi sig nefnilega í skýrslunni að hann vantaði ,,hvatningu og hafi neikvæða afstöðu.“

Fengið að láni hjá Trond Ågotnes. Bloggari þýddi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Jakobsson

Það er til mikilvæg bók um svipað.

Corporate Cancer 

Höfundur VoxDay.

Skúli Jakobsson, 6.12.2023 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband