Þjóðverjar herða landamæraeftirlit- ekki að ósekju

Þjóðverjar hafa innleitt aukið landamæraeftirlit og það hefur skilað miklu fyrir samfélagið samkvæmt frétt í BILD.

Fyrstu fjórar vikurnar með reglulegu landamæraeftirliti gefur góða raun segir blaðið. Því er haldið fram að um 43% af ólöglegum innflytjendum sem skoðaðir voru fengu reisupassann.

Fyrir mánuði tilkynnti Þýskaland að landamæraeftirlit yrði hert við landamæri, Póllands, Tékklands og Sviss. Á sama tíma var tímabundnu eftirliti við austurrísku landamærin framlengt.

Það þýðir að landamæralögreglan hefur mátt kanna hvern þann sem vill koma til Þýskalands. Fyrirkomulagið hefur hjálpað til við að stoppa ólöglega innflytjendur og glæpamenn.

Á tímabilinu 16. október til 16. nóvember hefur landamæralögreglan stoppað 11.029 einstaklinga. Þar af fengu 4.790 ekki að koma inn í landið eða dvöl þeirra afturkölluð. Smyglarar og glæpamenn voru handteknir í þessum aðgerðum en þeir náðu 266 einstaklingum. Góður árangur.

Landamæralögreglan hefur líka lagt hald á töluverðan fjölda falskra vegabréfa og stolna bíla. Einstaklingar sem hafa reynt að smygla eiturlyfjum, vopnum og sprengiefni var handtekið. 

Formaður lögreglunnar Heiko Teggats er ánægður:

,,Þann 16. október fengum við loksins landamæravörslu. Nú liggja fyrir tölur sem gefur okkur hugmynd um hvað gerist í raun á landamærunum okkar.“ 

Innanríkisráðherrann sem er jafnaðarmaður, Nancy Faeser, var á móti landamæravörslu og vann gegn því að henni yrði komið á. Hélt því fram að landamæravarslan virkaði ekki. Nú er annað hljóð í strokknum. Í dag segir Nancy ,,Ólíkt eftirlit virkar. Við munum þess vegna halda áfram með eftirlit til að stöðva eða draga úr komu ólöglegra innflytjenda til landsins.“

Heiko Teggatz segir lögregluna hafa hvatt til betra eftirlits við landamærin en Nancy ýtti því út af borðinu. Hann bendir á að ,,árangurinn sýni það sem við höfum óskað eftir til margra ára. Á mánuði hafa 4.790 einstaklingar verið stoppaðir á landamærunum sem við annars hefðum fengið inn í landið á okkar kostnað og tekur langan tíma að losna við aftur.“

Augljóst er að landamæravarsla virkar. Það stoppar ólöglegar innflytjendur, smyglarar og hryðjuverkamenn.

Í Danmörk er reynslan sú sama. Landamæravarsla virkar. Í Danmörku má finna borgarstjórar og þingmenn sem draga lappirnar í málaflokknum. Setja sig upp á móti strangri landamæravörslu.

Óskiljanlegt og sorglegt. 

Heimild.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband