Eru konur heimskar, hræddar eða bara svona vitlausar!

Brotkastið Bakslagið spjallar við gamanþáttahöfund í sínum fyrsta þætti. Graham Linehan hefur barist fyrir réttindum barna og kvenna í trans stríðinu.

Hann bendir á að þegar rætt var um fóstureyðingalög á Írlandi þá fjarlægðu stjórnmálamenn orðið móðir út. Rætt er um ólétt fólk. Enginn getur verið óléttur nema kona. Þetta láta konur yfir sig ganga. Mannréttindasamtök hafa fjarlægt orðið kona úr textum sínum segir hann.

Halló konur, réttindi kvenna! Af hverju berjumst við ekki fyrir góðum og gildum orðum sem eiga bara við um konur. Enginn karlmaður hefur rétt eða líkama til að nota orðin okkar.

Trans aðgerðarsinnar svifust einskis til að sverta mannorð Grahams. Notuðu alla miðla sem hægt var að nota. Sama er upp á tengingum hér á landi. Vogi menn sé að mótmæla þeirri geðveiki sem ríkir í trans málaflokknum eru þeir svívirtir. Þrýstihópar hrópa og kalla, haturs ummæli, fordómar og leggjast svo lágt að saka fólk um að vera ekki starfi sínu vaxið. Allt til þess eins að skemma börn og unglinga. Dýrkeypt fyrir blessuð börnin.

Graham bendir á þá óheillaþróun að menn vilji flýta kynþroska barna og það er gert hér á landi með bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt sem ætlað er 7-10 ára börnum. Menntamálastofnun gaf bókina út. Hann telur kennara sem kenna þessa fræði í grunnskólum komna út á hála braut.

Enginn mun taka íslensk vegabréf gild ef kjánarnir á Alþingi koma frumvarp um tvö vegabréf í gegnum þingið. Hvernig eiga þjóðir heims að taka okkur alvarlega þegar fólk getur breytt kynskráningu sinni árlega og fengið vegabréf sem karlmaður og kvenmaður. Sýnir hve kjánalega þessi umræða er og fáeinir þingmenn endurspegla heimsku sína á þingi. Kjósendur kjósa þessa vitleysinga á þing.

Hvet fólk til að hluta á þennan fróðlega þátt. Blaðamenn ættu líka að hlusta og skrifa um það sem Graham talar um.

Vakið hefur athygli að þátturinn Bakslagið hefur farið fyrir brjóstið á fólkinu sem er á Hinseginspjallinu. Reyna að henda háði að því, persónuárásir á þann sem stjórnar, o.fl. í þeim dúr. Menn á spjallinu endurspegla það sem Graham fjallar um, óvildina í garð kvenna og samkynhneigðra.

Svo ég svari fyrirsögninni, held ekki, en konur eru bullandi meðvirkar í einhverju sem þær klæða í búning mannréttinda og samúðar. Fyrir vikið gjalda aðrir hópar, meira að segja þeirra eigið kyn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband