Fullorðnir ,,wokistar“ fara með völdin í félagsmiðstöðvum

segir Frosti Logason í Brotkast þætti sínum. Hópur frá grunnskóla ræðst að karlmönnum, feðrum, bræðrum, frændum og sonum. Hópurinn, sem er skipaður stúlkum, tóku þátt í Skrekk. Til að undirstrika áróðurinn gegn karlkyninu þá voru þær með yfirvaraskegg, í það minnsta nokkrar.

Þær ráðast að iðnaðarmönnum, sjómönnum, vélamönnum...já þessum hefðbundnu karlastörfum þar sem konur láta ekki sjá sig.

Mér þykir eins og Frosti þetta atriði afar dapurlegt en endurspeglar kannski viðhorf ákveðinna kvenna og karlfemínista til karlmanna. Eitthvað sem virðist boðað í samfélaginu. Vona að þessar stúlkur eigi betri feður, bræður, afa og frændur en þær lýsa í áróðursatriði sínu. En vanþroska unglingar setja þetta ekki alltaf í samhengi. Nei þetta eru allir hinir karlmennirnir!

Skrekkur hefur breyst úr því að vera skemmtiefni fyrir unglinga í áróðursamkomu. Fullorðið fólk matar, eða heilaþvær, börn og þau telja sig boða heilagan sannleik. Synd og skömm.

Hér má sjá brot úr þætti Frosta.

Í félagsmiðstöðvum má finna áróður trans-hreyfinga. Þar eru fornöfn hengd upp á stórum veggspjöldum eins og um rétttrúnað sé að ræða. Sérfræðingar í útlöndum benda á að breyting á fornöfnum er ekki það sem börn, sem líður illa í eigin skinni, þurfi á að halda, nema síður sé. Röng meðferð og ekki gagnreynd að halda trans-fornöfnum að börnum.

Áróðurspjaldið:

hinsegin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband