Óréttlætanlegt að nota rannsókn frá 2014 til að réttlæta meðferðir við kynama í dag

Held áfram að stkla á stóru um það sem kom fram í þessum fræðsluþætti í norska sjónvarpinu. Íslenskir fjölmiðlamenn fræða ekki þjóðina um málaflokkinn.

Í Hollandi fá börn og foreldrar að vita um afleiðingar af læknisfræðilegum inngripum. Eftir rannsókn á börnum sem líður illa í eigin skinni frá unga aldrei fá þau tilboð um meðferð eftir sex mánuði. Áður en meðferð býðst hafa ítarleg viðtöl farið fram með foreldrum. Rannsakendur hafa varað vesturlöndin við að afrita rannsóknina þeirra, því hún á ekki við um unglinga sem allt í einu halda sig trans. Viðmælandinn í Hollandi telur það óábyrgt að nota rannsóknina sem birt var 2014 til að réttlæta meðferðir í dag.

Því er oft haldið fram að stopp hormónalyf sé ,,pása“ á kynþroskanum. Svo er ekki. Hér er um varanlegt ástand að ræða og þeir sem settir eru á hormóna halda áfram meðferð.

Trans aðgerðasinnar halda fram að sjálfsmorð meðal barna sem telja sig trans sé hærri en hjá öðrum. Rétt segir rannsakandi en sænsk rannsókn sýnir líka að þetta fólk á við önnur andleg veikindi að stríða og því sé erfitt að segja hvað það er sem hvetur fólk í sjálfsvígstilraun. Engar rannsóknir sýna að sjálfsvígshættan sé meiri ef barni ef neitað um trans meðferð.

Engin vísindi eru á bak við að trans meðferðir hjálpi börnum sem glímt hafa við kynama. Því eru þessar meðferðir ekki réttlætanlegar á börnum.

Svíar hafa breytt meðferðarforminu á börnum, þeir hafa að leiðarljósi.

  • Lítil þekking á aukningu þeirra sem óska ,,kynskipta.“
  • Lítil þekking og langtíma virkni af meðferð
  • Eftirsjá hefur aukist

Rætt er við trans einstakling sem óskaði eftir meiri upplýsingum, einhverjum sem spurði gagnrýnna spurninga áður en meðferð hófst. Segir að vinaumhverfið hafi áhrif. Erfitt að brjótast út úr því. Samt var hún fullorðin, hvað þá með börnin!

Við þurfum að viðurkenna að stelpur og strákar geta verið allavega, flóra mannsins er ólík. En að troða stúlkum sem vilja vera með stutt hár og ganga í buxum í box sem strákur er óæskilegt. Sama með stráka sem vilja hafa sítt hár, lakka neglur og vera í kjól, þeim á ekki að troða í box sem stelpa.

Enn og aftur, samfélagsmiðlar hafa gífurleg áhrif á börn og unglinga. Förum varlega þegar börnin eru annars vegar, flýtum okkur hægt. Leyfum þeim að taka út kynþroskann án félagslegra og læknisfræðilegra breytinga. Það er barni fyrir bestu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband