Í kjölfar útilokunarmenningu

Las þetta innlegg á snjáldursíðu Alex Ivarsen frá 8. nóvember. Þótti það áhugavert því sama gerist hér á landi. Útilokunarmenning hefur náð tökum á ákveðnum hópum sem halda að það geri sér og viðhlæjendum gott. Svo er ekki. Útilokunarmenning er tegund ofbeldis og ræða á hana sem slíka. Lauslega þýðing er bloggara.

Alex segir:

Útilokunarmenning er raunverulegt fyrirbæri og veldur skaða. Útilokunarmenning er ófrjálslynt afl sem grefur undan grundvallarfrelsi. Þetta er eyðileggjandi fyrirbæri sem verðskuldar frjálslynda andstöðu og gagnrýni - og það er miður að svo margir halda áfram að neita að þetta sé til. 

En í dag - og það er fáránlegt að nauðsynlegt sé að segja þetta upphátt – er mikilvægt að benda á þetta: kynferðisleg áreitni er ekki orð. Það er glæpsamlegt athæfi. Að glæpsamlegt athæfi hafi bæði lagalegar og félagslegar afleiðingar fyrir þann sem framdi þá hefur ekkert - ég endurtek: hefur ekkert, núll, nákvæmlega ekkert með umræðuna um tilviljanakennda útilokunarmenningu að gera.

Að spyrða þetta tvennt saman stuðlar aðeins að því að greinarmunur á orðum og athöfnum verður óljós (grundvallarmunur í allri umræðu um tjáningarfrelsi) og það gerir þennan rugling og rotnu umræðu um útilokun enn ómögulegri og ruglaðri en hún er nú þegar. 

Það er löglegt að gera mistök.  Flest erum við fús til að fyrirgefa. En það verður auðveldara ef okkur er hlíft við sjálfumglaðri vitsmunalegri hugsun sem verður á vegi okkar. Það virkar ekki.

Afsakið.

Andvarp. Tilvitnun lýkur.

Þeir sem beita útilokunarmenningu eru í öllum lögum samfélagsins. Jafnt menntað sem ómenntað fólk. Skynsamt og það sem skortir skynsemina. Málaflokkarnir sem útilokað er fyrir eru ólíkir. Það kostar klof að ríða röftum, samt láta einstaklingar og hópar það ekki aftra sér í útbreiðslu útilokunarmenningar.

útilokun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband