6.11.2023 | 19:49
Eru börn örugg í skóla þrátt fyrir ólíkar skoðanir kennara
Ein undarleg færsla birtist hjá kennaranum sem vill láta reka fólk fyrir skoðanir sínar. Grunnhyggni einkennir þessa færslu eins og hinar sem skrifaðar voru við tilfinningaþrunginn pistil kennara.
Bloggara sýnist foreldri vera hér á ferð. Það eitt að kennari og foreldri ræði á þessum nótum er alvarlegur hlutur. Er það hlutverk kennara að sá fræjum um félaga sína í kennarastéttinni. Má velta því upp!
Skyldi þessi móðir og kennari hugsa til barna sem hafa ólík trúarbrögð sem lífsskoðun og einkennir staðblæ heimilisins. Hvernig er öryggi þeirra tryggt, svo bloggari noti hennar orð, þegar fræðsla um trans-málaflokkinn er á dagskrá, t.d. að barn geti verið fætt í röngum líkama. Víða eru trúarbrögð leiðarljós foreldra og mörgum þeirra hugnast ekki þessi fræðsla og boðskapur. Gengur þvert á lífsskoðun þeirra, t.d. að börn geti breytt um kyn og að heilbrigðisstéttir geti sér til um kyn hvítvoðungsins.
Margir foreldrar þora ekki að láta i sér heyra og hafna trans-fræðslunni fyrir börnin í skólum, halda að þau séu ein um það. Eru þeir foreldrar verri en þessi sem fer mikinn um öryggi barna, NEI. Hvert og eitt foreldri veit hvað barni sínu er fyrir bestu.
Heimili þar sem trúin er leiðarljósið virðast ekki eiga upp á pallborðið hvað þá að þau njóti skilnings þessarar móður og kennarans sem hikar ekki við að beita slaufun.
Færsla móðurinnar er eins og kennarans, án róstuðnings, bara tilfinningar. Það er með öllu ólíðandi að menn tjái sig með tilfinningar að vopni, kemur sjaldan nokkuð gáfulegt úr úr því. Hvað þá að hægt sé að segja það heilbrigða skynsemi.
Til að svara fyrirsögninni, já börn eru örugg þrátt fyrir ólíkar skoðanir kennara. Hér er um fagstétt að ræða sem getur aðskilið tilfinningar og starf þegar kemur að umdeildum málaflokkum. Bloggari telur trúuðu börnin örugg hjá þeim kennara sem finnst sjálfsagt að reka bloggara rétt eins og börn sem glíma við kynama eru örugg í umhverfi bloggara. Allt annað eru gróusögur og atvinnurógur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.