Kennari vildi láta svipta annan lífsviðurværi sínu

vegna skrifa og skoðana. Það var vegna skoðana á umdeildum málaflokki í samfélaginu. 

Enginn kennari hefur fundið fordóma eða hatursfull ummæli í skrifum bloggara. ENGINN. Séu þau ummæli að finna væri búið að benda á þau og áminna. Kennari vildi einlæglega láta reka bloggara úr vinnu. Hún skrifaði það við tilfinningaþrunginn pistil frá öðrum kennara á snjáldursíðu. Engin rök, bara tilfinningar. Kennarinn styður að fólk sé svipt viðurværi sínum vegna skoðana. Að mínu mati stórhættuleg skoðun og framferði að óska nokkrum manni þess. 

heiða á blogg

 

 

 

 

 

 

Kennarinn virðist ekki þekkja mun á ígrundun, víðtækri þekkingu, upplýsingaöflun og gagnrýnni hugsun og tilfinningatali. Hún blandar orðum sínum við tilfinningar sem hún sjálf hefur til umdeilds málaflokks. Enda í góðu lagi. Hennar aðferð til að tjá sig. En að óska öðrum atvinnumissi því hún er ekki sammála skrifum bloggarar er langt út fyrir það sem kalla má gott siðferði.

Skrif bloggara hafa gengið út á að upplýsa. Lesendum er bent á að kynin séu tvö, að ekki sé hægt að skipta um líffræðilegt kyn. Konur beri XX litninga og karlar XY litninga. Hormóna-og krosshormónagjafir eiga ekkert erindi til barna í því mæli sem er t.d á Norðurlöndunum og Bretlandi. Enda hafa menn dregið úr notkun þeirra því ljós kom að aukaverkanir af lyfjunum eru mjög alvarlegar. Bloggari hefur bent á að börnum með kynama eigi að veita góða sálfræðimeðferð. Máli sínu til stuðnings hafa krækjur að alls kyns fróðleik verið settar með bloggfærslum frá alls konar fræðimönnum og foreldrum. Hvað fullorðið fólk gerir við líkama sinn kemur hvorki bloggara né öðrum við, rauður þráður í umræðunni á bloggsíðunni.

Bloggari hefur skoðun á fræðslu trans Samtaka 78, að hún eigi að vera valkvæð. Að kenna mannréttindi, lýðræði og jafnréttindi kynjanna þarf ekki að gera á þann hátt sem trans samtökin 78 gera í skólakerfinu. Nóg er af efni um málaflokkana án þess að samtökin komi við sögu. Kennarar eru fullfærir að kenna þessa málaflokka án aðkomu hagsmunasamtaka. Fór illa fyrir brjóstið á sumum, m.a. umræddum kennara. En hvað gerir þessa skoðun bloggara ranga en hennar rétta?

mbl.is

                                                                                                                                                         

 

 

 

 

 

 

Umræddur kennari er ábyggilega ósammála bloggara í þessu öllu miðað við málflutning hennar í tengslum við greinina sem birtist í mogganum í febrúar s.l. Að kennarinn sé ósammála gerir málflutning bloggara ekki að hatri eða fordómafullan. Henni láðist í ummælum sínum að koma með rök og staðreyndir fyrir máli sínu.

Tölum út frá staðreyndum ekki tilfinningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband