30.10.2023 | 18:13
Transgerði börnin sín
Hef heyrt trans-aðgerðasinna hneykslast á að fólk haldi fram að annað fólk transgeri börnin. Það er þekkt dæmi í útlöndum og auðvitað eigum við að fylgjast með þar eins og hér á Fróni. Það sem gerist í útlöndum gerist hér líka.
,,Móðir skrifar um þegar hún aðhylltist pólitískri rétttrúarstefnu um kynvitund. Það varð til þess að hún breytti kynvitund sona sinna fjögurra og þriggja ára og gerði úr þeim stelpur. Þegar eldri sonurinn varð átta ára breytti hún kynvitund þeirra tilbaka og þeir urðu drengir á ný sem var þeim mikill léttir."
Sú hugmyndafræðilega stefna sem hún var föst í upplifir hún sem sértrúarsöfnuð í dag og segist vera glöð að vera sloppin. Þetta má lesa á síðunni Kønsdebat, 16. okt. Þessi móðir er ekki ein um að upplifa sig í sértrúasöfnuðu. Sænsk transkona sagði slíkt hið sama í þessum þáttum.
Frosti Logason fjallar um hvað er trans- getum við svarað því. Því miður vill enginn taka umræðuna um margfeldisáhrifin meðal unglinga, þeir sem gera það eru hatursfullir einstaklingar.
Margir kennarar á Akureyri hafa flokkað bloggara í þann flokk fyrir að skrifa um málaflokkinn. Skömmin er þeirra. Tel marga þeirra fáfróða um málaflokkinn. Eins og Óskar segir við færslu Geirs ,,Akureyrarbær þarf ekki lengur að áminna kennara. Kennararnir sjá um það sjálfir, svipta sjálfa sig málfrelsi og siðferðilegu áliti. Þeir bæta engum skaðann sem þeir valda og halda að skoðanalaus kennari með engin siðferðisviðmið sé mikilvægur starfskraftur til að leiðbeina dýrmætu barninu í frumskógi skólans."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.