29.10.2023 | 16:33
Hip, hip húrra, nú er hugsað um stelpurnar
Bloggari gladdist við lestur fréttarinnar. Konur, stúlkur, mæður, frænkur og ömmur, reyndar karlkynið líka, ættu að gleðjast stúlknanna vegna. Nú geta þær keppt í sundi án þess að eiga á hættu að trans-kona, með líkamsstyrk karlmanns og kynfæri, komi við sögu. Þrautarganga að fá þessu breytt í Bandaríkjunum en sem betur fer gáðu menn að sér. Betra seint en aldrei.
Mesta hneykslið var að sundstúlkum var boðin sálfræðihjálp til að geta afklæðst með trans-konu (með typpi) sér við hlið á sama aldri. Lia Thomas hirti öll verðlaun vegna líkamsstyrks sem hann öðlaðist sem karlmaður.
Nú keppir þetta unga fólk á jafnréttisgrundvelli eftir að lögunum var breytt. Stelpur við stelpur. Strákar við stráka. Trans-fólk við trans-fólk. Svona á þetta að vera. Reyndar hefur körfuboltasamband Dana ákveðið að trans-fólk megi keppa í karlaflokki enda algengara að trans-kona vilji keppa meðal kvenna en öfugt.
Í fréttinni segir; ,,Við verðum að standa vörð um réttindi íþróttafólks, en við verðum líka að standa vörð um sanngjarna keppni, sérstaklega í kvennaflokki. Vel sagt, satt og rétt.
Vonandi fylgja önnur alþjóðasambönd í kjölfarið. Skáksambandið hefur gert slíkt hið sama. Þetta er það eina rétta.
Hér má hlusta á konu sem hafnar trans-konum í íþróttir kvenna.
Nú geta kennarar og aðrir sem hafa talið nemendum sínum trú um að trans-kona, með kynfæri karlmanns, eigi erindi í kvennaíþróttir dregið það til baka, leiðrétt þvæluna eins og ég segi. Líður vonandi ekki á löngu þar til allsherjar bann verður við þessari mismunun, að stúlkur þurfi að keppa við trans-konur með vöxt og styrk karlmanns.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.