25.10.2023 | 16:13
Maður verður að stíga ölduna
þegar ólgusjór ríður yfir mann og annan. Til að lifa af. Annars deyr maður. Ægir getur verið grimmur. Þarf ekki Ægi til, mannfólkið er það líka.
Margir amast út í skoðanir annarra og ákveða að vera riddarar réttra skoðana. Eru þær skoðanir réttari þó viðkomandi haldi það. Má vissulega deila um það. Rógur, ásakanir og vondar raddir fá oft hjarðhegðun til að blómstra. Af hverju, því verður hver og einn að svara.
Ég les sérstaklega mikið eftir tvo dani sem hafa fengið smjörþefinn af ,,röngum skoðunum að mati fólks. Grimmdina hefur ekki vantað (bloggari: hóst, hóst, hóst). Útiloka átti annan úr stjórnmálum, honum er umhugað um börn sem líður ekki vel í eigin skinni. Eirðarleysi í sálinni einkenna þau.
Hinn hefur skrifað töluvert um trans-málaflokkinn. Hún hefur þýtt rannsóknir, birtir danskar rannsóknir og skrifar á bloggsíðuna sína. Tek hatt minn ofan fyrir þessu fólki. Mikill fróðleikur í því sem þau hafa skrifað og bloggari fengið leyfi til að þýða frá þeim. Engar gróusögur þar á ferð. Á Íslandi skrifar enginn um fróðleikinn sem þau miðla til annarra. Límband er sett fyrir munn þeirra sem vilja tjá sig á annan hátt en leyft er í samfélaginu og í fjölmiðlum. Einstefnuumræða!
Las góða lífsspeki eitt sinn sem nauðsynlegt er að hafa í huga:
Ekki taka neitt persónulega: ekkert sem annað fólk gerir er þín vegna.
Það sem aðrir segja og gera er speglun af þeirra eigin veruleika, þeirra eigin hugarástandi.
Þegar þú hættir að taka skoðanir og gjörðir annarra nærri þér, verður þú ekki lengur fórnarlamb ónauðsynlegrar vanlíðunar.
Athugasemdir
Það sem hún sagði.
Guðjón E. Hreinberg, 25.10.2023 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.